Konur og karlar hafa mjög ólíkar skoðanir á því hvernig fullkominn líkami á að vera. Það sýna niðurstöður könnunar sem breska undirfatafyrirtækið Bluebella framkvæmdi fyrir einhverju síðan, en spyrjendur – sem voru af báðum kynjum – voru beðnir að svara því hvernig fullkomin kona og karl líta út.
Fengu spyrjendur að eigna ímyndaðri fullkomnun ákveðna líkamshluta vel þekktra einstaklinga sem þykja einkar aðlaðandi og svörin voru athyglisverð; konur telja fullvíst að grannvaxnar konur séu fegurri en þær sem eru í þéttari holdum en því var öfugt farið þegar karlarnir sátu fyrir svörum. Þannig vildu konur meina að barmur Jennifer Aniston væri fullkominn, en karlarnir sögðu brjóst Kim Kardashian hins vegar vera íðilfögur.
Svona lítur hin fullkomna kona út – samkvæmt svörum kvenna og karla:
Þá vekur einnig athygli að karlar telja vöðvamassa merki um ákveðna fullkomnun og sögðu þrekna karlmenn þannig vera fegurri en þá sem eru grennri vexti; konur sögðu rennilega upphandleggi Brad Pitt þannig vera þá fegurstu í heimi en karlar kusu þreknar hendur Hugh Jackman. Þá skoraði David Beckham mörk hjá báðum kynjum, en konur kjósa þrekna fótleggi Beckham en karlar andlit fótboltahetjunnar.
Svona lítur hinn fullkomni karlmaður út að mati beggja kynja – munurinn er talsverður: