Hér er komin vandræðaleg melódísk poppflétta; útgefin smáskífa af nýrri plötu SIA sem ætluð var söngkonunni Adele í upphafi, en sú síðarnefnda hafnaði á ögurstundu.
Lagið, sem heitir Alive, var samið bæði fyrir og af Adele í samvinnu við Tobias Jesso Jr.er stórgóð melódía með dramatískum undirtóni, fjallar um uppvöxt sjálfrar Adele en í flutningu Siu, sem tekst vel upp með flutninginn. Ný breiðskífa Siu ber nafnið This Is Acting en í viðtali við NME sl. febrúar sagðist Sia hafa valið tiltilinn [This Is Acting heiti nýju breiðskífunnar – innsk. blm] þar sem lagið sjálft var skrifað með aðra söngkonu í huga:
Þess vegna fór ég ekki inn í útsetninguna, hugsandi; Já, einmitt þetta er eitthvað sem ég myndi segja sjálf – heldur; Já, einmitt – þetta er ekkert ólíkt því að vera á leiksviði – og það er skemmtilegt.
Ásamt nýrri breiðskífu sem er væntanleg, er Sia einnig að vinna að kvikmyndahandriti sem ber nafnið Sister og mun Maddie Ziegler, litla stúlkan sem hefur sýnt stórleik í nokkrum myndböndum Sia, fara með stórt hlutverk í myndinni. Sjálf leikstýrði Sia myndbandinu við lagið Chandelier, sem veitti henni kjarkinn til að hrinda upptökum á kvikmyndinni Sister í framkvæmd, en Sia hefur hvorki gefið upp væntanlegan útgáfudag fyrir breiðskífuna né sjálfa kvikmyndina, þó reikna megi með að bæði verkefnin komi út seinna á þessu ári.
Hér fer Sia með stórkostlegan flutning í laginu Alive; sem sjálf Adele sló út af borðinu: