KVENNABLAÐIÐ

Hefur eignast 15 börn og gefið 13: Afkastamesta staðgöngumóðir Bretlands

Carole Horlock er afkastamesta staðgöngumóðir Bretlands en hún hefur fætt 15 börn og gefið 13 þeirra sem staðgöngumóðir til hjóna sem glíma við ófrjósemi. Af þessum 15 fæðingum er eitt sett af þríburum og eitt af tvíburum. Sjálf á hún svo dæturnar Steffanie sem er 24 ára og Megan sem er 21 árs.

Með dóttur sinni Megan
Með dóttur sinni Megan

Síðast fæddi hún dreng í apríl 2013 og þá var haft eftir henni:

„Þetta átti að verða síðasta barnið, en að ganga með börn er ávanabindandi“

Fyrsta barnið sem hún gekk með sem staðgöngumóðir var þessi litli drengur fæddur 1995
Fyrsta barnið sem hún gekk með sem staðgöngumóðir var þessi litli drengur fæddur 1995

„Að ganga með börn fyrir aðra er mjög spennandi – það er upphaf ferðalags sem nær svo hápunkti í fæðingu barnsins“

Drengur númer 9 fæddur árið 2004
Drengur númer 9 fæddur árið 2004

Carole Horlock fær greiddar 2-3 milljónir fyrir hverja meðgöngu og fæðingu eftir því hvort er um eitt eða fleiri börn að ræða í hverri meðgöngu og hefur komið sér vel fyrir. Þessa frægasta staðgöngumóðir Bretlands segir stolt frá því að læknarnir kalli hana besta leg í heimi. Hm…ok…

Daily Mail greindi frá.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!