Sama hversu gamall maður verður vex maður aldrei uppúr því að finnast gjafir skemmtilegar, sama hvort maður sé að gefa þær eða þiggja. Það skemmir síðan alls ekki fyrir ef þær koma í fallegum umbúðum.
Það er alveg einstök list að pakka inn gjöfum og eru innpökkunarhæfileikarnir oft ekki samstilltir metnaðinum sem lagður í vinnuna. Þegar bugunun er í hámarki eða tíminn naumur geta gjafirnar oft endað í pokum með snyrtilegri krulluslaufu til að loka herlegheitunum.
Því getur verið gagnlegt að fá hugmyndir af einföldum gjafapakkningum sem eru samt dásamlega fallegar.
Þessar innpakkanir eiga það sameiginlegt að vera allar í grunninn úr brúnum pappír. Það er svo þægilegt að þurfa ekki að eiga margar rúllur í öllum regnbogans litum heldur að nota sama grunninn og breyta skrautinu eftir tilefnum.
Það er hægt að gera fallega afmælispakka:
Jólapakka sem gerir pakkahrúguna undir trénu ennþá fallegri:
Skemmtilega krúttlega barnapakka:
… og árstíðapakka fyrir fólkið sem maður elskar, bara svona fyrir að vera til.
Gjafir eiga nefnilega alveg skilið að vera bæði fallegar að innan og utan.