KVENNABLAÐIÐ

Lady GaGa var nauðgað: „Þú skilur ekki sársaukann þar til þú lendir í þessu sjálf”

Lady Gaga hefur loks gefið út átakafullt mynband við baráttulagið Til It Happens To You, sem kom út í febrúar á þessu ári. Lag GaGa var þannig frumflutt í heimilidarmyndinni The Hunting Ground, sem tekur á tíðni nauðgana á heimavistum mennta- og háskóla í Bandaríkjunum.

GaGa, sem sjálf er þolandi kynferðisofbeldis og hefur verið ófeimin við að ræða þá staðreynd að henni sjálfri var eitt sinn nauðgað, sagði þannig í viðtali við Howard Stern í desember sl. að hún hafi verið einungis nítján ára gömul þegar árásin átti sér stað.

„Nauðganir eiga sér stað á hverjum degi og það er virkilega ógeðfellt og sorglegt. Sjálf upplifði ég ekki sterk áfallaviðbrögð í byrjun, en þegar fjögur eða fimm ár voru liðin frá árásinni kom sjokkið og þá fór ég virkilega djúpt niður. Ég var svo slegin yfir þvi að hafa verið nauðgað að ég hugsaði bara – ÉG VERÐ AÐ HALDA ÁFRAM – bara vegna þess að ég varð að komast í burtu.”

Sjálf ákvað GaGa að ljá heimildarmyndinni lið með þessu móti til að vekja máls á vandanum, en myndin var frumsýnd í janúar á þessu ári á Sundance kvikmyndahátíðinni í Utah og hlaut mikið lof gagnrýnenda, en nú er loks komið út beinskeytt og átakafullt myndband við lag GaGa.

Rétt er að vara viðkvæma við áhorfinu, en myndbandið er grafískt í eðli sínu:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!