KVENNABLAÐIÐ

MOROCCANOIL: Heitustu hárlínurnar beint af pöllum Fashion Week SS16

Rómantískir liðir og náttúrulega hrokkið hár; kvenlega uppsettir snúðar sem framkölluðu kæruleysislega kvenlegt yfirbragð og látlaus uppsetning, rennislétt hár sem skipt var í miðju og hringlaga tögl. Allt þetta og meira til mátti bera augum á nýyfirstaðinni tískuviku í New York þar sem vor- og sumarlína hátískuhúsanna á komandi ári var frumsýnd fyrir skemmstu.

Tískuvikan stendur enn hvað hæst í London og mun halda ferð sinni áfram til Mílanó og Parísar innan tíðar, en á pöllunum í New York mátti bera nánustu framtíð augum; þær áherslur í tískunni sem ráða ríkjum næsta vor. Þótti afgerandi hversu Moroccanoil hárvörurnar voru hafðar í miklum metum meðal þeirra meistara sem höfðu hendur í hári fyrirsætna. Hér má bera augum helstu strauma í hártísku með hækkandi sól.

Zac Pozen S/S 2016:

Hártískan ber keim af liðum og rómantískum krullum næsta vor ef taka á mið af kvenlegri og náttúrulegri hárlínu fyrirsætna sem kynntu vor- og sumarlínu Zac Pozen á tískuviku í New York; fjórar misjafnar línur réðu ríkjum – slegið og náttúrulegt hár, þétt og náttúrulega hrokkið hár, lágsett tagl og lauslega upsettur og rómantískur hnútur sem tyllt er lauslega og kvenlega upp í hnakkagrófina.

moroccanoil-oil-treatmentLærðu lúkkið:

Þó hver og ein hárgreiðsla sé frábrugðin hverri annari, er vel hægt að framkalla þær allar með einungis þremur grunnvörum frá Moroccanoil; en þetta þarf til í tillegg við hárblásara, sléttujárn, rúllubursta og önnur nauðsynleg tól. Moroccanoil_Hydrating_Styling_Cream_300ml_1392285840

Moroccanoil Treatment – Mýkir og græðir hárið, gæðir það gljáa og gerir blástur viðráðanlegri.

Moroccanoil Hydrating Styling Cream – Örlítið magn nægir til að móta og forma hárið og skerpa á náttúrulegu yfirbragði, en kremið veitir einnig örlítið hald. Einnig  má nota kremið til að róa úfið hár, auka á gljáa og heldur greiðslunni í skorðum.  

Moroccanoil Luminous Hairspray – Milt hársprey fyrir allar hárgerðir sem styrkir hárið og eykur gljáa; heldur greiðslunni í skorðum, hvort sem í daglegu lífi eða við sérstök tilefni.

MARCHESA S/S 16:

Hádramatísk og ofurkvenleg vor- og sumarlína Marcesa tískuhússins á komandi ári er óður til blómstrandi lystigarða og skrautlegra næturgala í demantaskrýddum búrum; þannig mun hárlínan einnig bera keim af draumkenndum blómagörðum á komandi vori, en fágaður og lágur hnútur í hnakkanum og fallega uppsett hár einkenndi hártískuna frá Marchesa á nýyfirstaðinni tískuviku í New York.

screenshot-cdn1.feelunique.com 2015-09-23 15-01-25Lærðu lúkkið:

Berið Moroccaanoil Treatment ásamt Moroccanoil Heat Styling Protection í örlítið rakt hárið. Blásið hárið slétt, frá andlitinu og notið gjarna Moroccanoil Tourmaline Cerramic Hair Dryer ásamt Moroccanoil Boar Bristle Classic Brush.

Þegar hárið er orðið alveg þurrt, skal því skipt í miðju og sléttujárn notað frá miðju hári og allt til enda með Moroccan Titanium Ceramic Hairstyling Iron.MO-Luminous-Hair-Spray-Strong

Setjið hárið í þétt og afturgreitt, lágt tagl; sjálf teygjan ætti að hvíla niðri við hárlínuna á hnakkanum. Spreyið að lokum með Moroccanoil Luminous Hairspray til að tryggja að hárgreiðslan færist ekki úr skorðum og einnig til að auka á gljáa.

Snúið nú upp á taglið réttsælis og vefjið í þéttan hnút, en leyfið u.þ.b. 5 cm enda að standa upp úr taglinu – rétt eins og hárendarnir gægist upp úr hnútinum sjálfum. Breiðið vel úr hárendunum og tryggið hárgreiðsluna með Moroccanoil Luminous Hairspray, rétt eins og hárið sé að líkja eftir útbreiddum vængjum skrautfugls. Tryggið með örsmáum spennum.

Úðið að lokum létt yfir hárið með Moroccanoil Luminous Hairspray og skreytið hárið með fallegum kömbum eða öðru fíngerðu og kvenlegu hárskrauti.

Pola Thompson S/S 16:

Pola Thompson sækir innblástur í form himingeimsins í vor- og sumarlínu fyrir árið 2016 og hárstíllinn er dramatískur, rennisléttur, hringlaga og glæstur. Gullfallegar greiðslur með kvenlegu og fáguðu yfirbragði. 

hairdryer_320x304_2Lærðu lúkkið:

Byrjaðu á  því að bera Moroccanoil Treatment í rakt hárið, blástu hárið rennislétt með Moroccanoil Tourmaline Ceramic sléttujárninu og Moroccanoil Boar Bristle Classic burstanum. Notaðu því fíntennta greiðu til að mynda skarpa skiptingu við bogann á vinstri augabrún.

Næst skaltu úða allt hárið með Moroccanoil Heat Styling Protection og greiða vel gegnum hárið. Byrjaðu á hnakkanum og sléttaðu vel hárið og skiptu upp í 8 cm hluta að aftan og haltu áfram að vinna þig upp eftir haárinu þar til allt hárið er tilbúið.Moroccanoil -380x339

Greiddu nú hluta af hárinu til vinstri hliðar, bak við eyrað og undir hnakkarótina. Festu hárhlutann við örlítið viðbótarhár í hnakkagrófinni með teygju (feldu teygjuna með örlitlu viðbótarhári) spreyjaðu að lokum vel yfir með Moroccanoil Luminous Hairspray til að tryggja hárgreiðsluna.

Spreyjaðu nú þann hluta hluta hársins sem þú skiptir í 8 cm hlutann og greiddu í aflíðandi hreyfingu í átt að enninu og aftur fyrir höfuðið – alla leið að hægri hlið og undir þann hluta af hárinu sem er laus. Tryggðu þennan hluta af hárinu við litla taglið sem þú huldir áður í hnakkagrófinni og festu vel með annarri teygju. Úðaðu að endingu vel yfir allt hárið með Moroccanoil Luminous Hairspray til að laða fram silkimjúka, rennislétta og gljáandi áferð.

products_moroccan_oil

Regalo ehf er umboðsaðili fyrir MOROCCANOIL hárvörurnar á Íslandi

Ljósmyndir frá Zac Posen Spring / Summer 2016 Collection

Hárgreiðsla eftir Odile Gilbert for Morocconoil

Baksviðsljósmyndun: Stephen Churchill Downes for Moroccanoil

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!