Justin Bieber er á Íslandi. Þessu greina bæði VÍSIR og DV frá, en ekki er ljóst hvort poppstjarnan er í fríi á Íslandi eða hvort um stutta millilendingu er að ræða. Á vef VÍSIS er greint frá því að stúlknatryllirinn hafi yfirgefið Keflavíkurflugvöll og sett stefnuna beint á Grindavík.
September 21: Justin Bieber at a Subway in Keflavik, Iceland today @justinbieber #JustinBieber pic.twitter.com/JWrE46zNBF
— Loyal To CB and JB (@CB_and_JB) September 21, 2015
Í fylgd með Justin voru u.þ.b. 15 fílefldir lífverðir en bílaröðin sem fylgdi unglingastjörnunni, staðnæmdist utan við veitingastaðinn LEMON. Jón Þór Gylfason, eigandi Lemon í Reykjanesbæ sagði þannig í viðtali við VÍSI að Bieber hefði ekki gefið sér tíma til að borða:
„ …en hann sagðist hugsanlega ætla koma aftur seinna. Hann mætti ásamt svona fimmtán lífvörðum á tveimur risastórum Mercedes Benz sendiferðabifreiðum. Hann er greinilega hér ásamt tveimur vinum sínum en þeir hlupu allir meðfram Lemon og í áttina að sjónum, þar er svona grjótgarður og vinsæll staður fyrir túrista.“
September 21: Justin Bieber and journalist, Atli Már Gylfason, in Iceland @justinbieber #JustinBieber pic.twitter.com/JJ1Y3fJzmc
— Loyal To CB and JB (@CB_and_JB) September 21, 2015
Á vef DV kemur fram að Atli Már Gylfason, blaðamaður, hafi rokið til fundar við Justin og náð þannig mynd af honum ásamt viðtali sem mun birtast á vef DV seinna í dag. Kennimerkið BIEBERICELAND flögrar nú á Twitter og má þar sjá fáeinar ljósmyndir sem stálheppnir aðdáendur hafa náð að smella af stjörnunni – en hægt er að skoða veituna HÊR