KVENNABLAÐIÐ

FRÁBÆR faðir smíðar ÓTRÚLEGT RÚM með LEYNIHERBERGI fyrir son sinn!

Þegar sonur Eric var orðinn of stór fyrir rimlarúmið, sem hann harðneitaði að yfirgefa, voru góð ráð dýr. Foreldrar barnsins stóðu frammi fyrir þeirri gleðilegu staðreynd að litla systir drengsins var væntanleg í heiminn og reyndu allt hvað þau gátu að telja litla drengnum hughvarf.

En sá stutti stóð fastur á sínu; annað hvort fengi hann flottasta rúm í heimi að gjöf frá foreldrum sínum eða hann fengi að halda rimlarúminu um ókomna tíð. Eric, sem er handlaginn og skapandi í hugsun, brá því á það ráð að skoða hvernig breyta má IKEA húsgögnum og kom niður á ansi frumlega lausn sem verður að teljast hreinasta listaverk.

Alþekkt er að IKEA húsgögnum sé umbreytt í þeim tilgangi að ljá þeim nýjan tilgang en það sem fer fram hér í myndbandinu að neðan verður eiginlega að teljast hálfgert kraftaverk – í það minnsta rak ritstjórn upp STÓR augu þegar í ljós kom hvað þessi skapandi faðir hafði gert.

Það er MAGNAÐ hvernig umbreyta má IKEA húsgögnum og gera úr listaverk!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!