KVENNABLAÐIÐ

Viola Davis fyrsta leikkonan af dökkum litarhætti sem hreppir EMMY verðlaun

Bandaríska sjónvarpsleikkonan Viola Davis braut merkt blað í sögu kvikmynda í gærkvöldi þegar EMMY verðlaunin voru afhent, þegar hún tók móti titlinum „Besta leikkona í aðalhlutverki“ fyrir frammistöðu sína í spennutryllingum How To Get Away With Murder. Viola er fyrsta konan af dökkum litarhætti til að hljóta EMMY verðlaunin sem aðalleikona í sjónvarpsþáttaröð.

Áður höfðu þær Kerry Washington og Taraji P. Henson verið tilefndar til EMMY verðlauna; Kerry fyrir leik sinn í Scandal og Tanjai í sama flokki verðlauna fyrir frammistöðu sína í Scandal, en verðlaunin féllu í skaut Violu, sem eins og áður sagði, rauf þar með rasískan múr kvikmyndaheimsins og hampaði EMMY verðlaunum.

ap_948313660695_custom-9c722b01e436719bedf73e0e005ec7c02254eccc-s900-c85

Ekki siður vakti þróttmikil og beinskeytt Violu athygli, en hún lét meðal annars þessi orð falla í þakkarræðu sinni:

„Í huga mér sé ég greinilega línu. Hinu megin við línuna sé ég græn engi og undursamleg blóm blasa við og þar standa gullfallegar, hvítar konur og teygja út hendurnar á móti mér. En ég virðist ekki komast yfir línuna.“

jfgcriy3eeijpkgq0ntsm9pbb2ilzb3gsbgrq8iq6re4e5kaxjj64qgr3cq2o7ta

Átti Viola þar við þau fábrotnu tækifæri sem konum af þeldökkum litarhætti bjóðast í heimi kvikmynda og hversu merk tímamót hefðu átt sér stað við val á sigurvegara þetta árið:

„Leyfið mér að segja ykkur dálítið; það eina sem skilur konur af dökkum litarhætti frá öllum öðrum eru tækifæri. Þú getur ekki hreppt EMMY verðlaun fyrir hlutverk sem eru einfaldlega ekki í boði.“

Magnþrungin ræða sem hreyfði við öllum sem sátu í salnum og hefur vakið gífurlega athygli, en hér má hlýða á alla þakkarræðu Violu á EMMY verðlaunahafhendingunni í gærkvöldi:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!