Bandaríska sjónvarpsleikkonan Viola Davis braut merkt blað í sögu kvikmynda í gærkvöldi þegar EMMY verðlaunin voru afhent, þegar hún tók móti titlinum „Besta leikkona í aðalhlutverki“ fyrir frammistöðu sína í spennutryllingum How To Get Away With Murder. Viola er fyrsta konan af dökkum litarhætti til að hljóta EMMY verðlaunin sem aðalleikona í sjónvarpsþáttaröð.
Áður höfðu þær Kerry Washington og Taraji P. Henson verið tilefndar til EMMY verðlauna; Kerry fyrir leik sinn í Scandal og Tanjai í sama flokki verðlauna fyrir frammistöðu sína í Scandal, en verðlaunin féllu í skaut Violu, sem eins og áður sagði, rauf þar með rasískan múr kvikmyndaheimsins og hampaði EMMY verðlaunum.
Ekki siður vakti þróttmikil og beinskeytt Violu athygli, en hún lét meðal annars þessi orð falla í þakkarræðu sinni:
„Í huga mér sé ég greinilega línu. Hinu megin við línuna sé ég græn engi og undursamleg blóm blasa við og þar standa gullfallegar, hvítar konur og teygja út hendurnar á móti mér. En ég virðist ekki komast yfir línuna.“
Átti Viola þar við þau fábrotnu tækifæri sem konum af þeldökkum litarhætti bjóðast í heimi kvikmynda og hversu merk tímamót hefðu átt sér stað við val á sigurvegara þetta árið:
„Leyfið mér að segja ykkur dálítið; það eina sem skilur konur af dökkum litarhætti frá öllum öðrum eru tækifæri. Þú getur ekki hreppt EMMY verðlaun fyrir hlutverk sem eru einfaldlega ekki í boði.“
Magnþrungin ræða sem hreyfði við öllum sem sátu í salnum og hefur vakið gífurlega athygli, en hér má hlýða á alla þakkarræðu Violu á EMMY verðlaunahafhendingunni í gærkvöldi: