Já! Baráttan er raunveruleg og sorgin er ekta! Það er ekkert erfiðara fyrir þá sem elska hunda … en að flytja inn í húsnæði þar sem hundahald er … BANNAÐ! Ég ætti að kannast við stöðuna, búsett í gullfallegri kjallaraíbúð og hef ekki heimild til að hafa önnur dýr en fiska.
