Ef þú ert nývöknuð/vaknaður og ekkert liggur fyrir er um að gera að gera eitthvað fyrir þig! Hvað ætti það að vera? Við gleymum alltaf að gera eitthvað til að næra okkur sjálf svo hér eru nokkur ráð til að verja deginum í þina þágu:
Farðu út að labba eða hlaupa. Ekkert maraþon – en að byrja daginn á smá útivist er alltaf gott.
Splæstu á þig góðum morgunverð heima eða labbaðu á kaffihús.
Hringdu í góðan vin og kjaftaðu í klukkutíma.
Horfðu á nokkra þætti af uppáhaldsseríunni þinni. Netflix og Amazon eru með gott úrval. Til að geta horft á Netflix kaupið þið aðgang hér hjá PlaymoTv.
Lakkaðu tásurnar.
Settu djúpnæringu í hárið.
Búðu til andlitsmaska og trítaðu þig.
Bakaðu köku og bjóddu einhverjum í kaffi.
Lestu góða bók.
Knúsaðu famelíuna.
Undirbúðu hádegisverð til að taka með í vinnuna.
Umfram allt njóttu dagsins!