KVENNABLAÐIÐ

DIY: Lærðu að gera HANDLITAÐAN hitaleppa úr BÓLSTURBANDI í ELDHÚSIÐ!

Sælar elskurnar! Frúin er orðin svo gasalega vinsæl! Stelpurnar á ritstjórn halda varla vatni yfir fjörinu sem ríkir kringum Frúnna og svo er hún með þetta ægilega fína horn á PINTEREST; haldið þið að það sé nú. Og með fylgjendur og alles! Frúnni vöknaði um augu í gær. Þegar vinsældirnar urðu ljósar. Takk fyrir öll lækin, elskurnar mínar, Frúnni þykir ægilega vænt um alla litlu DIY molana sína.

Jæja! En að henni Brittni Mehlhoff og galdraföndri konunnar. Þetta á jú ekki að snúast um Frúnna, heldur þær útlensku – sem eru svona gasalega lekkerar alltaf. Langt í burtu og ægilega flottar í útlandinu. Haldið þið að hún Brittni hafi ekki bara leyst gátuna að baki hitaleppunum, krakkar. Frúin er HUGFANGIN!

screenshot-www.momtastic.com 2015-09-19 15-27-47

Allt sem til þarf er víst bólstursnúra (hvernig segir maður þetta annars?) – æ, þið vitið – snúran sem fer innan í bólsturkantana? Hvar hana er að fá, veit Frúin að sjálfsögðu ekki. Er ekki annars einn flínkur á Langholtsveginum? Heimsfrægur bólstrari sem sér gegnum holt og hæðir? Þar veðjar Frúin á að hægt sé að fá bólstursnúruna í metravís! Kílómetrum saman, ef því er að skipta, litlu gullin mín! En ef ekki á að leggjast í framleiðslu á heimagerðum hitaleppum, duga víst einn eða tveir metrar …

Þetta þarftu til að föndra guðdómlega galdraleppa!

screenshot-www.momtastic.com 2015-09-19 15-05-23

E F N I V I Ð U R: 

– Bólstursnúra

– Límbyssa

– Ágæt skæri (til að klippa bólstursnúruna)

– Pensill

– Akrýlmálning í fáeinum litum

– Þrjú til fjögur einnota pappa- eða plastglös

1 – Byrjaðu á því að blanda litina!

screenshot-www.momtastic.com 2015-09-19 15-05-30

#1: Byrjið á því að setja smá lögg af vatni í öll litlu pappastaupin – og látið svo akrýlmálninguna drjúpa ofan í glasið. Hrærið í blöndunni til að jafna út litinn. Þetta er gert til að þynna málninguna örlítið út – og til að málningin smjúgi betur inn í bólsturbandið!

2 – Dýfðu blessuðu bólsturbandinu ofan í!

screenshot-www.momtastic.com 2015-09-19 15-05-38

#2 – Setjið lykkju á bólsturbandið og dýfið varlega ofan í pappaglasið – þar til bandið hefur dregið í sig litinn – takið örlítið upp úr og látið umfram vökvann drjúpa ofan í glasið áður en bólsturbandið er tekið upp úr!

3 – Haltu áfram að lita bandið!

screenshot-www.momtastic.com 2015-09-19 15-56-26

#3 – Haldið áfram að fikra ykkur eftir bandinu; setjið lykkju á bandið og dýfið ofan í, rétt eins og þið gerðuð í fyrsta sinn og haldið áfram að dýfa ofan í þar til allt bólsturbandið hefur verið litað, sitt á hvað með ólíkum litum.

4 – Blettaðu upp í misfellurnar!

screenshot-www.momtastic.com 2015-09-19 15-06-00
screenshot-www.momtastic.com 2015-09-19 15-05-52

#4 – Til að hanna og gera ágætan hitaleppa er alveg óhætt að nota ca. 140 – 17o cm langt bólsturband, – en þegar allt bólsturbandið hefur verið litað með þessum hætti, er ágætt að taka pensilinn og bletta upp í þann litamismun og hvítu skilin sem sjá má á snúrunni.

5 – Taktu fram límbyssuna og rúllaðu bólsturbandinu upp!

screenshot-www.momtastic.com 2015-09-19 15-06-07

#5 – Þegar málningin er alveg orðin þurr og bólsturbandið er ekki rakt lengur, rennur stóra stundin upp. Nú skaltu byrja að rúlla upp bólsturbandinu sjálfu – með límbyssuna þér til hjálpar – og tryggja að upprúllað bólsturbandið tolli saman með því að líma örlítið saman með hfæilegu millibili. Mundu að tryggja að bandið sitji fast – þrýstu og haltu við límdropann þegar þú hefur tyllt líminu á bólsturbandið – þar til límið þornar alveg!

6 – Gakktu glæsilega frá og vertu stolt af hitaleppanum!

screenshot-www.momtastic.com 2015-09-19 15-06-14

#6 – Þegar þú hefur rúllað upp öllu bólsturbandinu – skaltu klippa endann, en gæta að því að skilja örfáa sentimetra eftir á endanum, svo þú getir smeygt endanum undir hitaplattann; sem nú er tilbúinn til notkunar!

SMART, ELSKURNAR! GASALEGA LEKKERT!

screenshot-www.momtastic.com 2015-09-19 15-11-49

@MomTastic

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!