Er partý á döfinni? Vantar þig ferska og og ljúfkryddaða sangríuuppskrift? Hér fer uppskrift að rúbínrauðri og léttáfengri sangríu sem ilmar af hausti, dísætum persímónu- og appelsínukeim með trönuberjailmi.
U P P S K R I F T:
1 flaska sætt rauðvín
1 bolli trönuberjasafi
1 bolli fersk trönuber
½ bolli brandí (koníak)
½ bolli appelsínusafi
2 þroskaðar persímónur – skornar í litla báta
1 kanelstöng
1 appelsína – skorin í sneiðar
L E I Ð B E I N I N G A R:
Blandið öllum innihaldsefnum í stóra könnu eða sangría / bolluskál og látið standa í kæli í 2 – 3 tíma.
Berið fram!