KVENNABLAÐIÐ

Velkomið haust – Nauðsynjar úr netverslunum

Ég elska að versla á netinu. Það er svo ótrúlega þægilegt að geta bara skoðað vöruúrvalið á náttfötunum heima í stofu með rjúkandi heitan tebolla við höndina.  Svo áður en maður veit af fær maður meldingu um að varan sé komin. Það er nefnilega svo ótrúlega gaman að fá pakka, þó svo að maður viti hvað leynist í honum.

En þegar haustið gengur í garð breytast hlutirnir sem lauma sér í rafrænu verslunarkörfuna hjá mér. Þykkir treflar leysa létta sumarkjóla af hólmi og djúsí sokkar sandalana.

Það þýðir þó ekkert að vera leiður yfir því að sumarið sé búið og að við taki kaldari tíð, það er einmitt ástæða til að fagna því að nú er hægt að hlaða sig af alls konar fallegum fylgihlutum og ég tala nú ekki um öll stígvélin sem bíða eftir að láta ganga í sér!

Þess vegna setti ég saman smá haust-must have lista yfir hluti sem láta mig hlakka til haustsins og vetursins.

1.Kósý náttföt

Af því að það er fátt meira kósý en að lauma sér í þægileg og flott náttföt þegar þegar vindurinn gnauðar á glugganum. Ég meina, eitthverju þarf ég að vera í meðan ég panta allar hinar gersemarnar á netinu!

náttföt

Asos, €182.49

náttföt

Asos, €38.71

2.Inniskór

Svo notalegt að smeygja tásunum í svona dásemdir á köldum haustkvöldum.

inniskór

Ugg Australia, € 120,00

inniskór

H&M, 79.95 dk

3.Leðurjakki

Allir þurfa að eiga allavega einn. Passar við allt, fínt eða hversdags. Nú er einmitt tækifæri til að para hann til dæmis með þykkum fallegum prjónapeysum og gallabuxum.

leðurjakki

Asos, €442.40

leðurjakki

Asos, €55.29

4.Camel Kápa

Skemmtileg tilbreyting frá úlpunni og passar við svo margt!

kápa

Asos, €179.73

kápa

Boohoo, £30.00

5.Bakpoki

Það er bara eitthvað við haust og bakpoka. Kannski er það þáþráin í nýju skólatöskuna sem maður var svo spenntur að fara með fyrsta daginn í skólann eftir sumarfrí. Þessar eru fullkomnar fyrir einmitt skólann, eða bara í vinnuna eða ferðalagið.

bakpoki

Asos, €269.59

bakpoki

Asos, €48.39

6.Stígvél

Það gerist ekki haustlegra en þetta. Það er svo gott að geta klætt sig eftir veðri en samt verið smart og þessi stígvél láta okkur hlæja uppí opið geðið á pollunum sem annars hefðu eyðilagt daginn með blautum sokkum.

stígvél

Asos, €131.34

stígvél

Asos, €24.89

7.Húfa

Alveg nauðsynlegt þegar vindurinn vill rústa hárgreiðslunni og getur oft sett punktinn yfir i-ið á lúkkinu.

húfa

66°NORÐUR, 6.900 kr.

húfa

Asos, €16.59

8.Trefill

Síðast en ekki síst. Maður á ALDREI nóg af fallegum og notalegum treflum. Oversized er að mínu mati alveg málið!

trefill

Asos, €27.65

trefill

Asos, €24.89

Þó svo að flestir kjósi sólríka daga fremur en slyddu og slabb eru þetta nokkrir pottþéttir hlutir sem munu gera suddann mun bærilegri í haust.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!