Svo þú hjólar í vinnuna? Sækir þorstinn að eftir morgunhlaupin? Alltaf með vatn í brúsa? Þurfa börnin jafnvel að taka með sér vatnsbrúsa í skólann? Viltu sneiða hjá rándýrri mjólkuráskrift í grunnskólanum? Því ekki að laga þitt eigið ávaxtavatn og draga fram að morgni? Stútfullt af næringarefnum, gersneytt aukaefnum og frískandi!
U P P S K R I F T:
1 bolli niðurskorin (mega vera maukuð) jarðarber
1 bolli smátt skorin gúrka
2 lime ávextir – niðurskornir
¼ bolli smátt skorin, fersk mynta
1 líter vatn
L E I Ð B E I N I N G A R:
Byrjið á því að taka fram ágæta könnu sem rúmar ca. 1.5 lítra af vökva.
Setjið jarðarberin, agúrkurnar, limesneiðarnar og myntulaufin í botninn á könnunni og ísmola ofan á allt.
Fyllið upp með köldu vatni.
Setjið inn í ísskáp og látið standa yfir nótt.