KVENNABLAÐIÐ

Syrgjandi faðir endurgerir ljósmyndaseríu af látinni móður með þriggja ára gamalli dóttur

Elskandi faðir og syrgjandi ekkill, Rafael Del Col þráði að votta minningu eiginkonu sinnar og barnsmóður, Tataiane Valques, virðingu og úr varð serían sem sjá má hér að neðan, en ljósmyndirnar eru af Rafael sjálfum og Raisu, sem er þriggja ára gömul dóttir þeirra hjóna. 

Tatiane andaðist í skelfilegu bílslysi árið 2011, meðan Raisa var enn kornabarn en hún var ólétt af öðru barni þeirra hjóna þegar hún lenti í slysinu sem kostaði hana lífið. Upprunalegu myndirnar sem sjá má hér að neðan voru teknar árið 2009, einni viku áður en parið gekk í hjónaband.

Raisa ber sömu skartgripina og móðir hennar gerði á upprunalegu myndunum og sama heimilishundinn má sjá á báðum myndunum, en Rafael keypti Raul, litla hundinn, fyrir Tatiane þegar þau voru nýtekin saman.

Tatiane lést fyrir sex árum í skelfilegu bílslysi:

man-and-his-daughter-recreate-pictures-of-dead-wife-rafael -del-col-brazil-10Tatiane var ólétt af öðru barni þeirra hjóna þegar hún lenti í skelfilegu bílslysinu, en ófætt barnið lést einnig við áreksturinn:

man-and-his-daughter-recreate-pictures-of-dead-wife-rafael -del-col-brazil-3

Eftir lifði Rafael, syrgjandi eiginmaður Tatiane, sem stóð nú eftir með fegursta minnisvarða ástar þeirra hjóna; eins árs gamla dóttur þeirra Raisu:

Þegar þrjú ár voru liðin frá banaslysinu, ákvað Rafael að heiðra minningu Tatiane með því að endurgera trúlofunarseríu þeirra hjóna með dóttur sinni, í myndveri:

man-and-his-daughter-recreate-pictures-of-dead-wife-rafael -del-col-brazil-12Um myndirnar sagði Rafael: „Hálsmenið sem Raisa er með á myndunum er sama hálsmenið og móðir hennar bar fyrir fimm árum síðan“

man-and-his-daughter-recreate-pictures-of-dead-wife-rafael -del-col-brazil-7

„ … sömu háu hælarnir“

man-and-his-daughter-recreate-pictures-of-dead-wife-rafael -del-col-brazil-13

„Hundurinn okkar, Raul, er líka með á myndunum. Hann var gjöf handa Tati, ég keypti hann og gaf henni þegar við vorum að byrja saman.“

Rafael heldur einnig úti bloggi um þungbæra reynsluna:

man-and-his-daughter-recreate-pictures-of-dead-wife-rafael -del-col-brazil-6

„Stuttu eftir að ég missti konuna mína, hóf ég að leita að aðstoð fyrir unga ekkla og einnig eftir upplýsingum sem gætu hagnast feðrum sem ala upp börn sín án nærveru móður og ég fann næstum engar upplýsingar. Ekkert.“

man-and-his-daughter-recreate-pictures-of-dead-wife-rafael -del-col-brazil-5

„Ég get því þakkað Guði fyrir að ég er hægt og bítandi að aðlagast þessum breytingum, að dóttir mín er heilbrigð og að hún þroskast eðlilega.“

man-and-his-daughter-recreate-pictures-of-dead-wife-rafael -del-col-brazil-4

„En samhliða því sem ég sinni skyldum mínum gagnvart prinsessunni minni, þarf ég að takast á við sorgina og þá reynslu að missa eiginkonu mína, sem ég bjó með í tíu yndisleg ár.“

man-and-his-daughter-recreate-pictures-of-dead-wife-rafael -del-col-brazil-2

man-and-his-daughter-recreate-pictures-of-dead-wife-rafael -del-col-brazil-1

Hér má sjá gullfallegt myndband sem sýnir veru þeirra Rafael og Raisu í myndveri, en tónlistin sem leikur undir er helguð Raisu litlu sem hleypur um léttstíg og brosir mót lífinu:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!