Madeline Stuart, sem er gullfalleg átján ára gömul fyrirsæta með Down Syndrome gekk pallana með reisn á tískuviku í New York fyrir FTL MODA sl. sunnudag. Þar rættist draumur Madeline, sem henni langtum reyndari fyrirsætur geta margar einungis látið sig dreyma um úr fjarlægð.
Madeline fetar þannig í fótspor Jamie Brewer, sem þekktust úr þáttaröðinni American Horror Story og varð fyrsta tískufyrirsætan með Downs Syndrome til að ganga tískupallana þegar haust- og vetrarlína var kynnt á síðasta misseri.
Madeline, sem er áströlsk, vakti ómælda athygli hátískuheimsins þegar fyrirsætumyndir af henni af Facebook hófust á flug á netinu og hefur hún varla haft undan að sinna verkefnum allar götur síðan.
Madeline klæddist svífandi hvítum kvöldkjól fyrir FTL MODA og blómum skrýddum toppi ásamt metalleitum buxum, sem Hendrik Vermueulen hannaði.
Ekki er langt síðan móðir Madeline sagði í viðtali við Cosmopolitan að henni væri umhugað að vinna bug á misskiptingu: