Hver kannast ekki við þessa senu; fyrsta stefnumótið var frábært. Kvöldið var draumkennt og þú sveifst á bleiku skýji heim. Beint í rúmið og svo opnar þú augun daginn eftir. Fyrstu mínúturnar eru yndislegar og svo hvolfist veruleikinn yfir; HVAÐ NÚ? HVAÐ NÆST? HVER Á AÐ SENDA FYRSTA SMS-IÐ?
Fyrsti sólarhringurinn rennur upp, örlítill magahnútur – milljón uppköst að hinni fullkomnu kveðju fylla upp skilaboðahólfið á farsímanum og á endanum sleppur eitt lítið orð út í heiminn …
HÆ …
Áður en þú reynir einu sinni að halda því fram að strákarnir séu sultuslakir og að það séu stelpurnar sem geri alltof mikið úr stöðunni, skaltu hugsa þig tvisvar um. Karlmenn eru alveg jafn efins og konur í kjölfar fyrsta stefnumótsins. Þeir láta það einfaldlega í ljós með öðrum hætti. Strákarnir eru svalari, byrgja efasemdirnar inni og halda andlitinu. Segja engum frá. Þar liggur hundurinn grafinn.
Endalaust farsímafálm, taugaveiklað augnaráð og leitandi fingur sem þreifa á skjánnum … meðan beðið er eftir svari … hver kannast ekki við tilfinninguna? Gleðibrosið sem færist yfir andlitið þegar svarið LOKS berst og svo framhaldið sem iðulega felur í sér hugsanir á borð við: HVENÆR Á ÉG AÐ SVARA?
Þetta í raun, er tilhugalífið í hnotskurn á okkar tímum; farsímasamskipti, spjall gegnum Facebook og svo blikk og rafrænt pot. SMS skilaboð eru bara ein leið til að eiga samskipti og hvenær viðkomandi sendir svarið getur skorið úr valdahlutföllin í samskiptunum. Þumalfingursreglan er þessi: Sá sem á síðasta orðið vinnur. Sá sem svarar síðast hefur meiri sjálfsstjórn, er svalari.
Raunveruleikinn er hins vegar allt annar; báðir aðilar fitla vandræðalega við farsímann og stara í sífellu á skjáinn – svo hvern erum við í raun og veru að reyna að blekkja?
Auðvitað getur verið áhættuminna að halda aftur af sér og láta ákveðna stund líða þar til svarskilaboð eru látin flakka. En þegar upp er staðið, er alltaf best að vera hreinn og beinn í samskiptum og hætta þá frekar á beina höfnun. Því þannig má spara mikinn tíma og seinna meir, jafnvel vonbrigði í einkalífinu.
Næst þegar þú stendur frammi fyrir sambærilegum pælingum eftir skemmtilegt stefnumót, skaltu segja hug þinn hreint út í stað þess að spila biðleiki sem snúast um að viðhalda asnalegri yfirburðastöðu – sparaðu þér tíma og láttu bara flakka – það er alltaf langbest: