Elsku litla stúlkan; elsku hjartans litla barnið. Ef hægt væri að koma hugtakinu „springa úr gleði“ í orð og myndir, þá væri hér komin hin fullkomna skilgreining. Barnið gjörsamlega springur úr gleði þegar fyrsti dagurinn á leikskóla er á enda … og pabbi hennar mætir, vopnaður farsímamyndavél, og breiðu brosi.
