KVENNABLAÐIÐ

DIY: Lærðu að gera heimagerð VAXLITAKERTI í öllum regbogans LITUM

Sælar elskurnar! Þá er Frúin farin að renna hýru auga til jólagjafa! Enda ekki seinna vænna, komið fram í miðjan september og svona. Frúin á svo mörg barnabörn (heila hrúgu, já) sem hafa ægilega gaman að því að lita. En svo brotna vaxlitirnir og gleymast ofan í skúffu og Frúin situr bara uppi með alla liti regnbogans og veit ekkert hvað hún á að gera við þetta!

Sem betur fer eru þær svo lekkerar í útlandinu, að Frúin er búin að finna út úr þessu öllu saman. Enda ekki seinna vænna, haustið líður hjá með ógnarhraða og þess utan er svo ógurlega gaman að föndra. Hér hefur ein skvísan tekið sig til og notað öll gömlu vaxlitabrotin frá krökkunum í kertagerð! Stórsniðugt alveg, það eina sem þarf til eru litlausar vaxflögur, smávægileg þolinmæði, örbylgjuofn og svo auðvitað mölbrotnir og eldgamlir vaxlitir.

Heimagerð vaxlitakerti – smart, ekki satt?

Crayon-12-More-645x429

H R Á E F N I:

Örsmá pappaglös (á stærð við staupglös)

Kertavax í flögum (fæst einnig á Amazon)

Gamlir vaxlitir í ýmsum litum

Kertaþræðir til kertagerðar (fást einnig á Amazon)

Kertaglös (sjá kertaglösin á meðfylgjandi myndum)

Frostpinnastangir til að hræra (eða önnur handhæg tól til að hræra í blöndunni)

Crayon-3-Materials-645x417

V E R K F Æ R I:

Örbylgjuofn

Vírstatíf til að mynda réttan halla (fæst í föndurbúðum og á Amazon)

Crayon-4-Wax

#1 – Botnvaxið brætt fyrir kertaþráðinn:

Setjið örlítið magn af vaxflögum í pappastaupið. Hitið í örbylgjuofni í u.þ.b. 60 sekúndur. Hrærið nú í vaxinu í botninum á pappastaupinu og hellið svo botnfylli í kertastaupið. Hagræðið kertaþræðinum í miðju kertastaupsins og látið storkna.

Crayon-5-Peel-645x429

#2 – Vaxlitirnir undirbúnir:

Nú getur þú tekið vaxlitina fram, skorið pappírinn af með litlum föndurhníf og skorið svo í smærri búta ef þörf er á. Notið einn vaxlit fyrir hvern lit.

Crayon-6-Melt

#3 – Litaðu nú vaxið og hitaðu í örbylgjuofni:

Fyllið eitt pappastaup af vaxflögum og setjið einn vaxlit ofan á flögurnar. Hitið í örbylgjuofni í tvær mínútur. Hrærið í blöndunni og endurtakið svo með öðrum lit; hitið hvern og einn lit í örbylgunni í tvær mínútur.

Color

#4 –  Litunum hellt í kertastjakana á ská:

Taktu nú fram vírstandinn og stilltu kertastaupinu á vírstandinn svo hann myndi halla. Glasið ætti að liggja á ská í vírstandinum. Helltu nú einum lit í hvert kertastaup, ofan á storknað botnvaxið með sjálfum kertarþæðinum. Hér er markmiðið að hella vaxinu á ská, þvert á hvern lit og láta storkna vel áður en næsta lagi af lituðu vaxi er hellt ofan á – þvert á hinn litinn. Látið hvert og eitt lag storkna vel í u.þ.b. 20 – 30 mínútur.  

Crayon-8-3rdLayer-645x429

#5 – Síðasta vaxlagið sem toppar mynstrið:

Þegar vaxið er vel storknað, skaltu leggja kertastaupið upprétt á gömul dagblöð sem þú hefur lagt á vinnusvæðið og hella þriðja litnum í kertastaupið. Leyfðu vaxinu að storkna vel í u.þ.b. 20 – 30 mínútur.

#6 – Möguleikarnir eru endalausir!

Crayon-10-Varieties

@britco

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!