Vaka Nótt er ung og íslensk kona sem heldur úti dagbók um ævintýri sín í einkalífinu. Ævintýri hennar eru raunveruleg og frásagnir hennar eru sannsögulegar; en brot úr dagbókarfærslum Vöku Nætur birtast á vef SYKUR á hverju laugardagskvöldi. Hér fer seinni hluti pistilsins SÁ SEM VILDI SÆRA: Fyrri hluta frásagnarinnar má lesa HÉR en hér fer niðurlag ævintýris Vöku Nætur sem segir af Lúkas, eða manninum sem vildi særa.
Kæra deitbók –
Í síðustu færslu var ég að skrifa um fyrsta stefnumót mitt með Lúkas. Um nóttina dreymir mig hann. Í draumnum erum við komin upp í rúm og úr fötunum. Hefði getað verið skemmtilegur draumur, en hann reynist alveg verulega vanskapaður þarna niðri. Hann er bara einfaldlega ekki með neitt ttyppi! Í draumnum er ég síðan að reyna að gera upp við mig hvort ég gæti sætt mig við það að vera með einhverjum sem væri ekki með neitt, og að reyna að láta lítið á því bera að mér finnist eitthvað athugavert við þetta, svo hann þurfi ekki að skammast sín.
Vá, þvílíkt rugl! Ætli þetta merki að ég hafi verið að velta því fyrir mér hvort ég gæti hugsað mér að halda áfram að hitta hann þó svo að hann sé með nokkra augljósa galla? (Ekki typpagalla samt í alvöru, komst að því síðar).
Hann er myndarlegur, vel stæður, rekur eigið fyrirtæki, menntaður og við eigum margt sameiginlegt. Aftur á móti fannst mér hann ekkert hafa sérstaklega mikinn áhuga á því að kynnast mér heldur var hann meira upptekinn af að segja afrekssögur af sjálfum sér og alltof ýtinn á líkamlega snertingu.
Ég hitti hann samt aftur daginn eftir fyrsta deitið okkar þrátt fyrir þessar efasemdir mínar. Þetta er nú síðasti dagurinn hans í bænum og ég þekki ekkert sérstaklega marga. Þegar hann kemur hristi myndina af honum typpalausum úr hausnum á mér og velti fyrir mér hvort það séu aðrir þarna úti með svona furðulegar hugsanir.
Hann er með vín með sér. Ekki flösku samt heldur í svona fernu sem var aðeins minna fancy, en kanski einfaldara þar sem hans hugmynd var að við myndum fara í piknik. En frábær hugmynd og öðruvísi! Það er dásamlegt veður þó vel sé liðið á daginn svo ég næ í teppi og plastglös og við höldum gangandi út í náttúruna.
Þar sitjum við og spjöllum ( meira hann samt) í lengri tíma og stútum þessari vínfernu (meira ég samt). Hann var of upptekinn við að tala og að fylla á glasið hjá mér. Ég horfi á hann þarna í sólinni og hugsa með mér hvað hann er nú samt sætur.
Við höldum heim á leið, við stoppum mitt á milli þar sem ég bý og þar sem foreldrar hans búa. Það verður fljótt dimmt og á þessum tímapunkti er orðið algert myrkur. Er að fara að kveðja hann þegar hann grípur um mig aftan frá og rennir hendinni upp lærin, undir kjólinn minn og niður fyrir nærbuxurnar. Get ekki neitað því að þetta var gott, mjög gott reyndar.
Hefur venjulega ekki verið erfitt að kveikja á mér en þarna var það einstaklega auðvelt. Við vorum líka utandyra svo það skemmdi ekkert fyrir spennunni. Ég beygi mig aðeins fram og sem betur fer var ég í hælum þannig að þetta virkaði vel. Þetta var afskaplega stutt, enda er maður nú líklega ekki lengi að þegar aðstæður eru ekkert sérstaklega venjulegar. Já, þetta var sko ekki eitthvað sem ég er vön að gera.
Daginn eftir fæ ég skilaboð frá honum þar sem hann segir mér hversu erfitt það er fyrir hann að fara og hversu mikið hann eigi eftir að sakna mín. Ég sendi á móti að ég myndi alveg skoða það að koma í heimsókn þar sem hann býr eins og hann bauð mér daginn áður. Hann sendir að ég verði að koma og þeim skilaboðum fylgir fullt af hjörtum.
Ég sendi ekkert meira þann dag, en daginn eftir sting ég upp á dagsetningu þar sem ég gæti komið.
Svarið sem ég fékk eftir langa bið?
„Núna er ég búinn að ná að ríða 2 stelpum síðan ég fór“.
OK!
Vá, hvað ég hefði átt að treysta litlu röddinni inni í mér sem sagði að það væri eitthvað athugavert við þennan gaur. Það er eitt að vera vondur og annað að vera viljandi vondur.
Útskýrir líka af hverju hann var svona mikið til í þetta svona fljótt, farinn að tala um að hann væri til í að flytja þar sem ég bý eins og við værum að fara að gifta okkur eftir að við hefðum þekkst í 2 daga. Hann vildi að ég myndi kolfalla fyrir sér bara til að hann gæti fengið smá egóboost. Oj hvað ég er móðguð en samt get ég ekki annað en hlegið smá líka. What a dick!
Mitt svar við þessu?
„Til hamingju“
Hann sendir til baka að það hefði verið mjög gott og ég sendi honum að það væri nú gott hjá honum en að ég myndi nú líklegast ekki koma í heimsókn eftir allt.
Því hvað annað getur maður sagt? Einhver sem kemur svona fram, vill að þú verðir reið og hellir þér yfir hann svo hann viti að hann hafi vald yfir tilfinningum þínum og hefur náð þér.
En hann náði mér ekki, nei, ég var sko ekki að fara að gera honum til geðs með því að sýna nein viðbrögð. En vá, hvað mér leið eins og þroskuðum einstakling að hafa svona fína stjórn á mér og láta þetta ekkert á mig fá og að geta hlegið að sjálfri mér að ég geti látið hafa mig út í svona vitleysu.
Heyrði ekkert svo ekkert meira frá honum…þarna alla vega!
En það er önnur saga.
Þín, Vaka Nótt