KVENNABLAÐIÐ

Matur fyrir HEILANN! – Svona gleður þú HEILASELLURNAR

Það er alltaf verið að tala um hollustu fæðunnar en hvaða fæða er góð fyrir heilastarfsemina…því þegar öllu er á botninn hvolft þá er það hausinn sem kemur okkur áfram í lífinu hvort sem það er til þess að vinna vinnuna okkar – rækta sambönd við fjölskylduna eða bara að ná stjórn á hugsunum sínum.

Þannig að – Hvaða fæða er góð fyrir heilann og hugann?

1. Já, bláber! Við elskum báber – svo sæt og góð – en ekki borða of mikið af þeim því þá verðum við öll eins og skógarbirnir. Bláber eru stútfull af kaloríum EN rannsóknir benda til þess að ef þú borðar vel af bláberum þá viðheldur þú námsgetunni lengur og bláber eiga að seinka einkennum Alzheimer! Áfram bláber!

istock_photo_of_blueberries

2. Villtur lax og nýr fiskur. Omega 3 er ofurfæða fyrir heilann – þannig að fisk og kartöflur á diskinn þinn allavega tvisvar í viku. ENGAN ELDISFISK!!!!

getty_rm_photo_of_fresh_salmon_fillet

3. Súkkulaði og hnetur – OMG við heppin!!! Ég er til í að éta mig gáfaða á þessum matseðli! Hnetur og fræ eru stútfull af E-vítamíni sem hverfur á ógnarhraða úr líkamanum eftir því sem við eldumst og því gott að viðhalda E-vítamínbúskapnum við með hnetuáti og þar með halda skynjuninni í toppstandi. Í súkkulaði er náttúrlega örvandi efni sem gerir það að verkum að þú ert meira vakandi. Vertu hressa týpan!

4. Appelsínur eru stútfullar af glúkósa sem gefur þér orku til að hugsa og skapa. En eins og með bláberin þá eru appelsínur hitaeiningaríkar – djúsglas eykur einbeitingu – ferna af djús er fitandi!

getty_rf_photo_of_oranges

5. Borðaðu hollan morgunmat og sendu heilanum þau skilaboð að þú sért að hugsa um þig. Múslí, hafragrautur og ávextir í hófi gefa þér gott start inní daginn.

getty_rm_photo_of_healthy_breakfast

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!