Svona rúllum við upp haustinu! Ekkert kjaftæði þótt sumarið sé á enda því nú er það haustið sem við tökum á móti með faðminn opinn. Ekkert að kvarta yfir veðrinu – vinnunni- skólanum því að við kunnum ótal leiðir til að gera haustið æðislegt!
1. Splæstu á þig einhverju geggjuðu te-i. Krydduð te eru æði á köldum kvöldum. Prófaðu líka að drekka það svona!
2. Nú er tíminn til að taka fram teppin, þvo þau eða kaupa þér eitt nýtt fallegt til að kúra með í sófanum og lesa góða bók. Svo má alveg prjóna sér eitt ef maður er í stuði. Gróft garn og grófa prjóna og syngja: – slétt og brugðið – slétt og brugðið – veturinn getur ekki náð mér!
3. Fara og ná sér í bókasafnsskírteini og næla sér í nokkrar vel valdar skáldsögur.
4. Borða úti eitt kvöld enn t.d. grillaðar risarækjur jafnvel þótt það þýði að vera vel klæddur.
5. Vera með haustpartý og drekka einhvern kryddaðan kokteil og smásnittur.
6. Fara út að labba með börnin í rokinu að kvöldlagi – gaman að láta sig fjúka í rökkrinu.
7. Búa til stóran skammt af morgunkorni- þú þarft orku inn í veturinn.
8. Fara með fjölskyldunni í haustlitaferð á Þingvelli eða á einhvern fallegan skógi vaxinn stað.
9. Nota þurrkuð haustlauf og leyfa börnunum að mála þau og nota sem stimpla.
10. Kaupa sér gott konfekt og setjast út á svalir undir teppi og horfa á stjörnurnar.
11. Prjóna sokka eða vettlinga – t.d. Frozen vettlinga fyrir litla vinkonu.
12. Horfa á gamlar svart-hvítar bíómyndir.
13. Elda vetrar og haustkássur með rótarávöxtum og nautakjöti.
14. Bjóddu fjölskyldunni upp á amerískar pönnsur.
15. Lærðu að baka brauð.
16. Búðu til heitt kakó fyrir famelíunna eitthvert kvöldið og spilið.
17. Farðu með krakkana að týna rifsber- ef ekki í þínum garði fáðu þá leyfi hjá nágrannanum.
18. Eldaðu nýuppteknar kartöflur/smælki og hámaðu þær í þig með smjöri og salti.
19. Farðu í berjamó eða náðu þér í ber og sultaðu eða búðu til sykurlaust rifsberjahlaup.
20. Gefðu fuglunum að borða – fuglakorn færðu í matvöruverslunum.
21. Íhugaðu að læra eitthvað nýtt.
22. Þvoðu prjónafatnað.
23. Horfðu á sólarlagið eins oft og kostur gefst.
24. Ljósmyndaðu haustið og láttu stækka eina mynd og settu upp á vegg.
25. Leyfðu þér að henda laufum upp í loftið og kyssa elskuna þína þegar enginn sér til.
26. Nú er tíminn til að borða maísstöngla t.d. grillaða.
27. Bakaðu eplaköku.
28. Ilmkerti eru stemmningsgjafar – kanilimur og Sandalviður eru t.d. æði á haustin.
29. Appelsínugulur, brúnn, grænn, rauður og karrýgulur eru litir haustsins. Kannski passar að breyta smá litum á heimilinu með smáhlutum/púðum/gardínum/kertum.
30. Njóttu þess að hafa fallegt í kringum þig, vera til staðar fyrir þína nánustu og taka haustinu fagnandi!