Möndlur eru svo GÓÐAR hvort sem maður notar þær til seðja hungrið milli mála í vinnunni eða býr sér til ferska möndlumjólk sem er náttúrlega alveg ferlega góð t.d. út á morgunkornið eða í Chiagrautinn. En olían sem úr möndlunum fæst er líka alveg dásamleg svo ótrúlega nærandi fyrir líkamann. Hér eru 20 ástæður þess að hrein möndluolía ætti að vera til á hverju heimili!
- Til að fyrirbyggja sár við rakstur – berðu á húðina í sturtunni áður en þú rakar.
- Til að koma í veg fyrir að rakvélin/plokkarinn/ ryðgi er gott að bera á smá möndluolíu.
- Til að hafa stjórn á hárinu er gott að nudda nokkrum dropum á milli fingra sér og renna þeim í gegnum hárið.
- Til að næra slitið hár og þurra enda.
- Hægðalyf: 2 mtsk á dag ættu að koma þér í gang.
- Undir augun: Dregur úr baugum og mýkir húð.
- Í stað andlitskrems að næturlagi.
- Í olíunni er ágætis sólvörn.
- Möndluolía tekin í litlum skömmtum er góð fyrir ónæmiskerfið.
- Kemur jafnvægi á blóðþrýstingin – góð út á salat!
- Styrkir hjartað.
- Styrkir hugann – möndluolía er gott heilafóður.
- Góð steikingaolía.
- Nuddolía – bættu við örfáum dropum af eftirlætis ilmolíunni og þá ertu komin með geggjaða lúxus nuddolíu.
- Til að nota í ilmolíubrennara – bættu við dropum af uppáhaldslyktinni þinni.
- Líkamsskrúbbur – blandaðu saman grófu salti og möndluolíu – ódýrt og frábært!
- Til að bera á viðarfleti s.s eins og brauðbretti, borðplötur og viðarhúsgögn.
- Rakakrem – gefur mikinn raka og eykur teygjanleika húðarinnar til muna hvort sem þú tekur hana inn eða berð hana á þig – andlitið og líkamann.
- Ef þú býrð til þínar eigin sápur er gott að nota möndluolíu í sápugerðina.
- Flösumeðferð. Nuddaðu olíunni í hársvörðinn og láttu hana vera í 45 mínútur eða yfir nótt. Þvoðu svo hárið bara eins og venjulega