KVENNABLAÐIÐ

Laque Nail Bar: Ævintýralega falleg handsnyrting að hætti HOLLYWOOD

Engu skiptir hvernig kona lítur út; hvaða fatastærð hún notar eða hvort hún er búin að fara í klippingu eða ekki þann mánuðinn. Fallega snyrtar neglur standa alltaf fyrir sínu og þó ævintýralega skrýddar neglurnar sem Laque Nail Bar í norðurhluta Hollywood eigi ekki alltaf erindi við hversdagsleg tækifæri, er svo gaman að láta sig dreyma.

Að fylgja naglafyrirtækinu eftir á Instagram er ævintýri líkast. Engum takmörkum virðist sett hvernig hægt er að skreyta neglur og litríkar svipmyndirnar eru endalaus uppspretta að hugmyndum, dagdraumum, – órum um flugmiða og handsnyrtingu á erlendri snyrtistofu, sem kostar formúu en fer vel á hendi – í bókstaflegri merkingu.

Alls fyrir langa löngu voru svartar neglur … bara svartar neglur. Engin dama með fullu ráði lét á sig svart naglalakk. Þar til matta lakkið kom á markað.

Topparnir. Og dásamlegu Marilyn neglurnar. Gaddaneglur, demantaneglur og langar, aflíðandi svartar, tælandi neglur; klassískar, guðdómlegar og skemmtilega ögrandi:

Svo er víst alltaf sumar í henni sólríku Hollywood, sem gerir gula litinn enn skemmtilegri. Kona með fallega snyrtar hendur kemst enda allra sinna ferða; alla vega í huganum og stundum eru slík ferðalög alveg nóg!

Það er einhver sjarmi við logagyllta handsnyrtingu og guli liturinn er boðberi gleðinnar – en liggi leið þín alla leið til Los Angeles á næstunni skaltu píra augun á verðlistann sem lúrir í myndasafninu: 

Nei, þetta er nú bara einhver skúlptúr,” hefði hún móðir mín sagt forðum daga, en hún kaus alltaf kóralrauða naglalakkið sem fékkst í apótekinu. Þegar ég var enn barn að aldri ókum við oft langa leið eftir réttu litatónunum.

Ekki mátti vera of mikill blámi í rauða lakkinu og þá mátti það ekki heldur tóna of mikið yfir í appelsínugult. Sú gamla hefði hins vegar rekið upp stór augu ef þessar tillögur hefði borið fyrir augu hennar … meðan eilífðarbarnið ég hefði rekið upp kæft aðdáunaróp:

Tískan tekur stöðugum breytingum og reglurnar voru til þess gerðar að þær væri hægt að sveigja. Að ögra viðteknum gildum; að demantaprýða neglur og gæða þær lit. Að dansa kringum liti jarðar og sprengja upp með óvæntu mynstri. Jafnvel einn demantur á stangli gerir kraftaverk.

Dásamlegar sem þær eru, svipmyndirnar frá Laque Nail Bar þar sem þær flögra í fréttaveitunni minni á Instagram og þær koma mér stöðugt á óvart, stúlkurnar í Hollywood sem starfa við að móta og mynda dagdrauma: 

Þó ég muni að öllum líkindum aldrei stíga fæti inn á stofu Laque Nail Bar í norðurhluta Hollywood er ég tryggur áskrifandi að listaverkunum sem renna fyrir augum mér í fréttaveitunni minni á Instagram.

Það er svo gaman að leyfa sér að dreyma og vel snyrtar neglur konu eru alltaf prýði – óháð því hvernig viðrar í veröldinni.

LaqueNailBar@Instagram

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!