KVENNABLAÐIÐ

JÁ! – Þessi FORMÚLA segir þér hvort ÁSTARSAMBANDIÐ muni ENDAST!

Þó leiðir hjartans lúti engum rökum og erfitt sé að segja til um hvaða einstaklingar parast saman; er formúlan sem segir fyrir um líkur á farsælu hjónabandi fundin. Það sem meira er, stærðfræðingurinn Hannah Fry, sem fann upp formúluna segir hana nær óskeikula og geta spáð fyrir um langlíf hjónabönd, líkur á skilnaði og einnig geta reiknað út hvað þarf að fara betur í sambandinu þegar vandi rís.

Formúla Hönnuh gengur í meginatriðum út á með hvaða hætti hjón bregðast við hvoru öðru.

Þegar bæði eru hamingjusöm í hjónabandinu, er mun algengara að neikvæð hegðun fari ofan garð og neðan – hvorugt tekur mark á smávægilegri geðvonsku. Dæmið snýst við þegar erfið sambönd eru annars vegar; neikvæð hegðun er talin eðlileg.

Þetta segir Hannah meðal annars um eðli formúlunnar og bætir því við að þegar erfiðleikar rísi í sambandi, geti formúlan einnig sagt fyrir um líftíma hjónabands. Í grófum dráttum eru því hjónabönd sem standa á traustum grunni jákvæð og bjartsýn í eðli sínu; ef hamingjusöm hjón kýta – skella bæði skuldinni á erfiðan og langdreginn dag. Í erfiðum hjónaböndum gera hins vegar báðir aðilar ráð fyrir að maki þeirra sé eigingjarn og hafi komið af stað rifrildi í illgjörnum tilgangi – eða til þess eins að særa.

Svona lítur ástarformúla Hönnuh út: 

1435613596-syn-mar-1435592393-love-formula

Formúlan höfðar sannarlega ekki til allra, en þó er um áhugaverðan útreikning að ræða þar sem skapsveiflur, væntingar og áhrif hjóna á líðan hvors annars eru tekin með inn í myndina. Hannah segir að heilbrigðustu samböndin séu þau sem hafi háan neikvæðni-þröskuld” – þar sem báðir aðilar hafi svigrúm til að kvarta og bera upp áhyggjuefni sín án þess að eiga reiðikast á hættu. Þannig séu pör fær um að vinna saman í gegnum þau verkefni sem rísa.

Að því sögðu sýnir formúla Hönnuh fram á að traust tilfinningasambönd byggi á samvinnu og svigrúmi til að njóta vafans. Þau sambönd sem eru að öllum líkindum dauðadæmd, eru tengsl para sem fá svo mikið ógeð hvert á öðru í kjölfar rifrilda að þau missa áhugann á því að ræða hlutina út og ná sáttum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!