KVENNABLAÐIÐ

B R U N C H: Kryddaðar graskerspönnukökur og whiskeylagað hlynsíróp með vanillukeim

Þessi er heimalöguð, gott fólk og kemur beint úr leyndarmálabók ritstjóra. Þrautreynd og prófuð, krydduð og skemmtilega góð á kaffiborðið og tilvalin fyrir fullorðna. Grunninn vann ritstjóri upp úr gamalli amerískri pönnukökuuppskrift, en eftir ótal tilfæringar og umbreytingar á mælieiningum, er varla hægt að tala um sömu uppskrift og í upphafi var.

En hún er unaðsleg, þessi! 

Þó viskílöggur fari út í sýrópsblönduna, gufar allt áfengið upp þegar í pottinn er komið – að því tilskyldu að hlynsýrópsblandan sé snögghituð því sem nemur upp að suðu – en við hitabrigðin virðist vínandinn gufa því nær upp og eftir verður því sýrópslagaður viskíkeimur út á kryddaðar haustpönnukökurnar.

Þessar pönnukökur eru lagaðar með amerísku bragði; þær eru þykkar og matarmiklar – en þar sem þær eru ljúffengar í meira lagi hefur engum tekist að fanga augnablikið á mynd enn – til þess eru þær einfaldlega alltof ljúf

927678_315571581933781_1927207198_n

Pönnukökudeig – kryddaðar haustpönnukökur:

4 dl hveiti

4 msk dökkur púðursykur

4 tsk lyftiduft

½ tsk allrahanda

1 ½ tsk malaður kanell

¼ tsk malaður engifer

¼ múskat

½ tsk salt

3 dl mjólk

3 dl súrmjólk

2 ½ dl ferskt og maukað (rifið) graskersaldin

2 egg

6 msk jurtaolía

926358_283339905155108_2046078017_n

Whiskeylagað hlynsíróp með vanillukeim:

2.5 dl hlynsýróp

¼ dl viskí

1 tsk hreint vanilluþykkni (Vanilla Extract)

*Ath: Ágætt getur verið að láta 1 msk af mjúku smjöri út í pottinn

924883_735809313118776_1664751085_n

L E I Ð B E I N I N G A R:

#1

Hrærið þurrefnum saman í stóra skál; hveiti, púðursykri, lyftidufti, allrahanda, kanel, engifer, múskati og salti. Blandið þurrefnum vel saman.

#2

Takið því næst fram aðra, örlítið minni skál og hrærið vel saman mjólk, graskerinu, 1 tsk af sykri, 1 msk af sítrónusafa og setjið í lítinn pott. Látið malla á meðalhita í u.þ.b. 15 mínútur og hrærið varlega í pottinum á meðan. Takið af lokum af hellunni, bætið í súrmjólk, eggjum og olíu.

#3

Gerið nú örlitla dæld í þurrefnablönduna og hellið innihaldinu úr minni skálinni varlega saman við, hrærið jöfnum höndum og gætið þess að öll hráefnin blandist vel saman. Látið standa á borðinu í nokkrar mínútur og hrærið svo varlega í aftur.

#4

Hitið teflon-húðaða pönnu upp að meðalhita á eldavélinni. Ágætt er að miða við einn desilíter af deigi út á pönnuna í hvert sinn. Ágætt er að setja smávægilega smjörklípu út á pönnuna fyrir hverja pönnuköku. Látið gullinbrúnast á neðri hlið og snúið svo við á pönnunni í 1 – 2 mínútur.

#5

Berið fram með mjúku smjöri & whiskeylöguðu hlynsýrópi.

Uppskrift & Ljósmyndir // Klara Egilson

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!