KVENNABLAÐIÐ

DÖKK og dásamleg SÚKKULAÐI-OSTAKAKA með Kahlúa TRUFFLUM

Almáttugur! Þessi guðdómur er ekki hannaður fyrir þá veiklyndu; alls ekki þá sem vilja halda í við kaloríurnar eða hræðast dökkar súkkulaðitrufflur sem ilma af Kahlúa.

Þessi himneska ostakaka er skemmtilega frek á bragðlaukana, ávanabindandi með meiru, en rjómakenndur ostaunaðurinn er borinn fram með smjörkenndum og áfengum súkkulaðiglassúr sem einnig er hægt að móta trufflur út, sem velt er upp úr dökku súkkulaðidufti og fínrifnum súkkulaðispæni. Mulinn OREO kexkökubotninn toppar svo dýrðina – héðan verður varla aftur snúið. Hér er svar súkkulaðidýrkandans fundið; hin fullkomna hnallþóra sem allt um vefur með elsku og dýrð.  

Fögur er hún:

chocolate-truffle-cheesecake5

U P P S K R I F T:

20 OREO kexkökur

3 msk bráðið smjör

½ bolli ljósar súkkulaðiflögur

450 gr mjúkur rjómaostur

¾ bolli strásykur

⅓ bolli dökkt súkkulaðiduft (Hersey’s Special Dark er mjög gott)

3 egg

½ bolli sýrður rjómi

2 tsk hreint vanilluþykkni

chocolate-truffle-cheesecake4

L E I Ð B E I N I N G A R:

#1

Forhitið ofninn í 150 gráður.

#2

Myljið OREO kökurnar smátt og bætið bráðnu smjörinu úti í. Stráið í botninn á ca. 20 cm hringlaga kökuform (springform) og þrýstið vel niður með skeið.

#3

Bræðið ljósu súkkulaðiflögurnar og dreifið jafnt yfir smákökumylsnuna í botninum á kökuforminu. Þú getur líka dreift súkkulaðiflögunum ofan á smákökumylsnuna og stungið forminu inn í ofninn í örfáar mínútur – ef þér finnst það betra.

#4

Blandið saman mjúkum rjómaostinum, strásykri og kakódufti og hrærið saman þar til blandan er orðin mjúk (gott er að hræra út blönduna með sleif, en ekki handþeytara).

#5

Bætið nú einu eggi í hræruna í einu, svo sýrðum rjómanum og vanilluþykkninu. Haldið áfram að hræra í blöndunni þar til hún er orðin mjúk og áferðarfalleg. Hellið nú ofan á smákökumylsnuna í botninum á kökuforminu.

#6

Setjið nú kökuformið ofan á bökunarpappír og vefjið blautu viskastykki utan um bökunarformið, (þetta hjálpar ostakökunni að bakast jafnt og fallega. Bleyttu bara viskastykkið, kreistu varlega mesta vatnið úr viskastykkinu og vefðu því utan um bökunarformið.

#7

Bakið ostakökuna í 1 klst og 15 mínútur, takið út úr ofninum og setjið í kæli, þar sem kakan á að standa þar til hún hefur kólnað alveg. Berið glassúr á ostakökuna og tyllið trufflum ofan á kökuna. Þú getur líka borið súkkulaðispæni á hliðarnar, ef þú vilt gera kökuna enn fallegri.

chocolate-truffle-cheesecake1

Kahlúa Trufflur / Glassúr:

½ bolli smjör

1 ½ bolli súkkulaðiflögur að eigin vali

1 tsk vanilluþykkni

⅓ bolli Kahlúa (einnig hægt að nota matreiðslurjóma)

Muldar OREO kökur, kakóduft og fínsaxaður súkkulaðispænir

#1

Blandið smjörinu og súkkulaðiflögunum saman í skál og hitið í örbylgjuofni á 50% styrk, takið út á 30 sekúndna fresti og hrærið vel í blöndunni þar til hún er orðin mjúk og bráðin. Bætið nú í vanilluþykkninu og Kahlúa og hrærið vel saman.

#2

Ef ætlunin er að setja glassúr á kökuna, skaltu gera það núna og nota u.þ.b. ⅓ af glassúrnum – en þú getur líka gert fleiri trufflur úr lúxusmixtúrunni ef þú vilt það frekar!

#3

Setjið afganginn í ísskáp (eða frysti) og kælið alveg. Notið melónuskeið til að móta trufflurnar og veltið að lokum upp úr OREO mylsnu, kakódufti og fínsöxuðum súkkulaðispæni.

D Á S E M D!

chocolate-truffle-cheesecake3

Uppskrift & Ljósmyndir: Yammies Noshery

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!