KVENNABLAÐIÐ

V Ö G G U V Í S U R: 8 klukkustunda klassísku albúmi ætlað að vagga fullorðnum í svefn

Áttu erfitt með svefn? Kanntu að meta klassíska tónlist? Þá skaltu sperra eyrun núna, því klassíski tónlagasmiðurinn Max Richter, sem sandi meðal annars tónlistina við stórmyndina The Leftovers er svo hugfanginn af svefni að hann hefur nú samið og gefið út 8 klukkutíma langa breiðskífu sem er helguð þeim sem glíma við svefnleysi. Ótrúlegt, en satt og ritstjórn getur staðhæft að breiðskífan er mjög svæfandi.

Í viðtali við NPR sagðist Max elska það að sofa og að svefn væri hans uppáhaldsiðja, en sjálfur skrifaði hann í pistli sem birtist á vefsíðunni Drowned in Sound:

Við eyðum meiri tíma með lukt augu en hvað annað sem við gerum á áratugalöngu æviskeiði okkar. Svefninn er kraftaverk út af fyrir sig; meðvitundarstig þar sem við erum í hvorki né ástandi (og í mínu tilfelli, þar sem öll mín raunverulega vinna fer fram.) Hvað verður um tónlistina þegar við sofum? Getur verið að tónlist og undirvitund fólks geti starfað saman að sköpun í öðru formi en bara þegar líkaminn er vakandi?

Samkvæmt því er segir á Washington Post, starfaði Max náið með taugasérfræðingum meðan á upptökum breiðskífunnar stóð til að læra að laða fram djúpsvefn hjá hlustendum. Hér er þá það skemmtilegasta við útgáfu breiðskífunnar, en Max mun halda útgáfutónleika í Berlín nú í haust þar sem hljómsveitin mun spila allt frá miðnætti og til klukkan átta að morgni fyrir hóp áhorfenda, en í salnum verða þá ekki stólar heldur 400 til 500 uppábúin rúm, þar sem tónleikagestum verður boðið að leggja sig meðan á spilun stendur.

Breiðskífan er komin út og má hlýða á brot af útgáfunni gegnum Spotify, en hér fer stutt kynningarstikla þar sem höfundur kynnir verk sitt:

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!