KVENNABLAÐIÐ

DIY: Gullfallegar PAPPÍRSRÓSIR í HAUSTSKREYTINGUNA

Haustið er svo fallegt, elskurnar. Í öllum sínum ljóma og alltaf falla nokkrar hríslur til sem hafa einfaldlega þjónað tilgangi sínum í náttúrunni. Það er afskaplega einfalt að viðhalda sumrinu inni í stofu allan ársins hring með fallegum litasamsetningum og svo minnir rauði liturinn alltaf á ástina.

Þessi litlu pappírsblóm eru runnin undan rifju Mörthu gömlu Stewart sem virðist óþrjótandi uppspretta fagurra hugmynda, en sjálf frumuppskriftin (ef svo má segja) er lifandis löngu týnd svo ekki er hægt að tengja í þá ágætu konu. Aftur á móti eru þær alltaf jafn smekklegar í útlandinu og hér má sjá hvernig hægt er að föndra rósrauð pappírsblóm og festa á aflóga hríslu sem fær nýtt hlutverk í stofunni.  

#1 – Byrjaðu á því að teikna hringspíral á hæfilega stífan, rauðan pappír: 

screenshot-dozidesign.blogspot.no 2015-09-05 22-53-16

#2 – Klipptu því næst utan af spíralinum og inn að miðju: screenshot-dozidesign.blogspot.no 2015-09-05 22-53-50

#3 – Byrjaðu nú að rúlla upp pappírnum – frá ytri enda og að miðju: 

screenshot-dozidesign.blogspot.no 2015-09-05 22-54-29

#4 – Rúllaðu niður á við og áfram inn á við þar til þú ert komin alveg inn að miðjunni: 

screenshot-dozidesign.blogspot.no 2015-09-05 22-55-24

#5 – Hér er rósin tilbúin og reiðubúin að fara upp á hrísluna! 

screenshot-dozidesign.blogspot.no 2015-09-05 22-56-08

Fallegt stofustáss að hausti, ekki satt! 

screenshot-dozidesign.blogspot.no 2015-09-05 23-13-26

Ljósmyndir // Dozi Design

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!