Þessi uppskrift er sáraeinföld, tekur bara tíu mínútur að reiða fram og er alveg ferlega freistandi í partýið.
Gott getur verið að grípa frosna mangóbita í blönduna og reiða fram með klökum, en ef ætlunin er að gera verulega svalandi margarítu með kryddkenndu yfirbragði er líka frábært að setja klakana beint í blandarann; ef hnífurinn ræður við að mylja klakann! Ef þér finnst þessi freistandi margarítuuppskrift of sterk og krydduð, skaltu endilega sleppa Tabascoviðbótinni og chili-piparinn er líka valkvæður. En góð er hún og vel tilfallin í partýið!
UPPSKRIFT:
M A R G A R I T A:
1 þroskaður, niðursneiddur mangóávöxtur
240 ml appelsínusafi
Safi úr tveimur litlum lime-ávöxtum
75 – 85 ml. vandað tequila
30 ml Triple Sec eða annar appelsínulíkjör
Dass af Tabasco sósu (valkvætt)
15 – 45 ml agave sýróp eða hlynsýróp (eftir smekk)
C H I L I S A L T R Á K:
1 limeávöxtur til að bera eftir glasbrúninni
1 tsk chiliduft og ¼ tsk sjávarsalt
L E I Ð B E I N I N G A R:
Bætið öllum innihaldsefnum sem eiga að fara í margarítuna sjálfa í blandara og hrærið blönduna saman þar til hún er orðin rjómakennd og mjúk ásýndar. Smakkið til og bætið agavesýrópi og jafnvel áfengi við eftir smekk.
Til að kæla drykkinn, er gott að setja ísmola út í blandarann – en þá verður margarítan frosin. Einnig getur verið gott að setja hluta úr blöndunni í kokteilhristara með helling af ísmolum og hrista kokteilhristarann duglega.
Rennið fersku limealdin eftir glasbrúninni og dýfið svo strax ofan í chili – saltblönduna til að mynda röndina sjálfa. Fyllið strax með ísmolum eða ískrapi og hellið margarítunni út í glasið. Skreytið með limesneið og berið strax fram.
ATH: Ef ætlunin er að hafa margarítuna svalandi og ferska, er gott að setja frosinn mangóávöxt út í blandarann og mylja ísklakana með eins og farið er yfir hér að ofan!
Ljósmyndir & Uppskrift // Minimalist Baker