KVENNABLAÐIÐ

Sjúklega góður sunnudagskjúlli: Grængyðju-kjúlli

Þessi kjúklingur er svo girnilegur að við urðum að snara uppskriftinni á íslensku og ætlum að elda hann einhvern sunnudaginn… Þetta hljómar bara svo sjúklega ferskt og gott. Ekta sunnudagskjúlli! Uppskriftin er frá NYTIMES.

En það sem til þarf er:

1 ½ bolli súrmjólk eða hrein jógúrt
1 bolli basil lauf
¼ bolli graslaukur saxaður
2 hvítlauksrif
2 ansjósuflök (má sleppa)
1 vorlaukur bæði hvíti og græni parturinn
Límónubörkur rifinn og safi úr einni límónu
2 tsk gróft salt
1 tsk svartur pipar
1 2-3 kíló kjúklingur klofinn í tvennt í gegnum bringubeinin
1 to 2 matskeið Jómfrúar ólífuolía)

Svona ferðu að:

Setjið súrmjólkina, basilikku, graslauk, hvítlauk,ansjósur, vorlaukinn, límónubörk og safa, salt og pipar í matvinnsluvélina og látið blandast vel saman.

Setjið kjúklingahelmingana í skál eða í sterkan plastpoka og hellið einum þriðja af sósunni yfir kjúklinginn. Kælið í það minnsta í sex tíma. Geymið afgang sósunnar til þess að bera fram með réttinum.

Hitið ofninn í 200 gráður. Takið kjúklinginn upp úr marineringunni og látið sósuna leka vel af og leggið á grillgrind með bakka undir. Þurrkaðu kjúklinginn létt með eldhúsbréfi og látið ólífuolíuna yfir. Eldið í ofninum í 30-45 mínútur. Látið kjúklinginn standa eftir eldun í 10 mínútur og berið fram með sósunni kaldri.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!