KVENNABLAÐIÐ

Dísæt hvítvíns-sangría með dass af Contreau, myntu og frískandi lime

Því að gráta liðna sumardaga og horfa súrum augum út í haustdrungann? Sólin býr í hjartanu, gleðin er fólgin í góðra vina fundum og þessi hérna er tilvalin sangría í stelpupartýið!

Allt sem til þarf er þurrt hvítvín, örlítið Contreau og heimagert límonaði. Að ekki sé minnst á fallega vatnskönnu eða skemmtilega karöflu til að blanda drykkinn og bera fram fyrir vinkonurnar!

screenshot-www.atkokken.com 2015-09-05 13-18-41

UPPSKRIFT:

1 x 750 ml flaska þurrt hvítvín

60 ml Contreau

250 ml heimagert límonaði

LEIÐBEININGAR:

Blandið hvítvíni, Contreau líkjörnum og límonaðinu í fallega vatnskönnu. Bætið niðurskornum sítrónusneiðum og limesneiðum, mandarínusneiðum, ferskum jarðarberjum og ferskum myntulaufum út í vatnskönnuna og hrærið vel saman.

Bætið að endingu ískurli út í vatnskönnuna til að kæla drykkinn og berið strax fram.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!