KVENNABLAÐIÐ

Heimagert og GLUTENLAUS grísk jógúrt með VANILLUHÖFRUM og ofnbökuðu GRANOLA

Það er einhver sjarmi yfir heimagerðu morgunkorni, að ekki sé minnst á glútenfría vanilluhafra með grísku jógúrti, sem lagað er kvöldinu áður og borið fram snemma dags. Vissan sem fylgir því að þekkja öll innihaldsefni getur verið hjálpleg, að ekki sé minnst á að heimalagaðar uppskriftir eru líka hjálplegar buddunni. 

Þó þessi uppskrift sem hér fer að neðan sé engin niðurskurðar-morgunverður, síður en svo, getur komið sér feiknarvel að versla hráefnin sjálf og velja jafnvel glútenlaus hráefni. Fyrr í vikunni gáfum við lesendum uppskrift að heimalöguðu GRANOLA sem er ristað í ofni og leggjum eindregið til, verði þessi uppskrift fyrir valinu – að ofnbakað GRANOLA sé borið fram með hafrajógúrt blöndunni hér að neðan. Stútfullt af próteini, hæfilega hitaeiningaríkt og afar seðjandi í upphafi vinnudags!

U P P S K R I F T:

½ bolli glútenlaust haframjöl (ágætt að mala í 30 sek. í blandara eða lítilli kvörn)

1 msk Chia fræ

½ bolli grísk jógúrt (fituskert)

1 msk Agave sýróp

1 tsk hreint vanilluþykkni

½ – ¾ bolli ósæt möndlumjólk

screenshot-24carrotlife.com 2015-09-04 07-23-11

F R A M R E I Ð S L A:

Blandið öllum innihaldsefnum saman í uppháa krukku. Setjið lokið á og tryggið vel, hristið krukkuna þar til allt er blandað saman. Setjið í kæli og geymið yfir nótt og bætið meiri möndlumjólk út á blönduna daginn eftir, ef blandan er of þykk úr kæli. Berið fram með ferskri berjablöndu og heimalöguðu morgunkorni (sjá uppskrift).

granola_salgada

// 24 Carrot Life

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!