KVENNABLAÐIÐ

Skrýtið – Smellti ÓTRÚLEGRI mynd af BÝFLUGU í miðri HLANDSPRÆNU á FLUGI!

Ótrúlegt myndskot áhugaljósmyndara nokkurs í eigin bakgarði hefur fangað athygli heimsbyggðarinnar og um leið, vakið furðu og aðdáun vísindamanna og ekki að ósekju.

Ekki ber nefnilega á öðru en að Mark Parrot, sem vopnaður myndavél með öflugri aðdráttarlinsu, smellti grunlaus af nokkrum náttúrulífsmyndum nú fyrir stuttu síðan – hafi myndað bústna randaflugu sem hóf sig á loft (eins og flugum er tamt) og náði hinn lánsami ljósmyndari að fanga augnablikið sem engum óraði fyrir:

Hann smelli af mynd meðan býflugan PISSAÐI á miðju flugi:

o-SWBEE-570

Ljósmyndin, sem upprunalega birtist á vef héraðsmiðilsins Grimsby Telegraph greindi frá myndinni en sjálfur sagðist Mark hafa verið miður sín af undrun þegar hann sá skotið:

„Ég trúði bara ekki mínum eigin augum þegar ég sá myndina, ég var gjörsamlega miður mín af æsingi. Það er mjög erfitt að ná góðum nærmyndum af býflugum í miðju flugi án þess að vera með þrífót, en ég hélt á vélinni þegar ég smellti af.”

Þess má geta að býflugur pissa ekki í eiginlegri merkingu, heldur sleppa því sem hægt er að kalla skordýraþvagi; úrgangsvökva sem kallaður er þvagsýra og myndast í meltingarfærum flugunnar. Þar blandast þvagsýran við annan úrgang áður en flugan sleppir úrgangssýrunni en magnið er örlítið og nær ógerlegt að ná augnablikinu á mynd, sem gerir áhugamannaskot Mark enn merkilegra.

Frétt Grimsby Telegraph má lesa HÉR

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!