Einmitt; kisulórur sem lúra inni við allan daginn geta orðið fitubollur líka. Loðnar, mjúkar og afar elskulegar fitubollur sem þurfa á hreyfingu að halda til að hrista aukakílóin af sér. Auðvitað spilar mataræði stærsta þáttinn en kisulórur sem eru farnar að safna bumbu geta líka þurft á hreyfingu að halda.