KVENNABLAÐIÐ

Miley Cyrus GEFUR 23 nýja smelli ORÐALAUST gegnum SOUNDCLOUD

Miley Cyrus, sem hefur setið undir ámæli frá sér ekki ómerkari keppinautum en Nicki Minaj, sem segir stjörnuna rasíska í framgöngu – lætur ekkert slá sig út af laginu. Þannig kastaði ljóshærði óþekktaranginn sem kynnti verðlaunaafhendingu MTV sl. sunnudagskvöld, skapandi sprengju inn í iðandi poppkúltúrinn sem gneistar af lífi þessa dagana.

23 spáný lög sem spanna nægt efni í tvær heilar breiðskífur komu þannig út fyrirvaralaust í kjölfar þess að Miley kynnti inn hátíðina á sunnudag og það gegnum Soundcloud, sem svo aftur merkir að tónlistin kostar ekki krónu.

enhanced-25408-1440993707-9

Verkefnið ber heitið Miley Cyrus And Her Dead Petz og þar með er endi bundinn á margra vikna vangaveltur aðdáenda söngkonunnar, sem hafði áður látið í veðri við vaka við Paper og Marie Claire að hún væri að vinna að nýju verkefni sem bæri avant-garde blæ og að hún vildi jafnframt að næsta breiðskífa hennar yrði aðgengileg öllum aðdáendum hennar; að hún ætlaði að gefa tónlistina án endurgjalds.

Hægt er að hlusta á öll verkin HÉR en meðal þeirra sem komu að breiðskífunni, ef svo má kalla, eru Big Sean, Ariel Pink og Wayne Coyne. Samhliða því sem Miley hleypti tónlistinni af stokkunum gaf hún einnig út myndband við lagið Dooo It!, sem sýnir stjörnuna gleypa glimmer og dásama skyndiákvarðanir, en Miley lokaði einmitt verðlaunaafhendingu MTV með frumflutningi á laginu sl. sunnudagskvöld:  

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!