Heilsuráð og hugmyndir að hollu líferni er alls staðar að finna. Hvert sem við lítum fáum við hollræði, sum hver stangast á við hvert annað og það er auðvelt að finna til svima þegar skynsemina ætlar um þverbak að keyra.
Vatnsdrykkja getur til að mynda verið ágæt í hófi, en sérfróðum ber ekki saman um hversu mikið einstaklingur ætti að innbyrða á hverjum degi. Sumir segja sex glös, aðrir sex lítra – en hið síðarnefnda er einmitt ofskömmtun og getur jafnvel leitt til dauða.
Einmitt. Hægt er að deyja úr vatnsdrykkju einni saman.
Þá þarf að innbyrða eina sjötíu kaffibolla til að valda hjartaáfalli, sterkt vín getur einnig valdið ótímabæru dauðsfalli (en aðeins ef 13 skot af brenndu víni eru innbyrt með stuttu millibili) og jafnvel tónlist sem spiluð er á háum styrk getur reynst banvæn.
Kirsuber eru meinholl, en steinninn sjálfur er baneitraður og inniheldur náttúrulega blásýru. Þar með er ekki sagt að þú ættir að óttast ljúffeng berin og alls ekki hafa áhyggjur þó þú gleypir óvart stein; bara ekki bíta í kjarnann. Tveir muldir kirsuberjasteinar geta nefnilega dregið þig til dauða, en aðeins ef þú smjattar vel á muldum steinunum og kyngir hressilega.
Merkilegt, ekki satt?