Trönuber eru afar holl, sneisafull af andoxunarefnum og þau má vel kaupa frosin í betri matvöruverslunum. Líttu í frystihólfið í versluninni, þar má oft finna frosin trönuber í frystipokum – sem geta vel farið beint út í boost og komið þannig í stað trönuberjasafa í fernum.
Trönuber halda að sögn, vægum þvagfærasýkingum í skefjum hjá konum og því er konum með væga blöðrubólgu oft ráðlagt að drekka trönuberjasafa. Hvað sem til er í kenningunni sjálfri, er jafnvel enn skynsamlegra að blanda frosnum trönuberjum út í græna morgundrykkinn, þar sem berin sjálf innihalda engin sætu- eða rotvarnarefni og eru þess utan svalandi viðbót í heilsu-boostinn.
*Athugið: Magnið hér að neðan nægir í grænan drykk fyrir tvo, en hægur leikur er að helminga uppskriftina ef ætlunin er að framreiða aðeins grænan morgundrykk fyrir einn.
H R Á E F N I:
2 bollar (60 grömm) ferskt grænkál
1 bolli (2.5 dl) kalt vatn
1 bolli (100 grömm) trönuber
2 appelsínur, afhýddar og niðurskornar
2 bananar
L E I Ð B E I N I N G A R:
Byrjið á því að setja grænkálið og vatnið í blandarann og hrærið saman þar til blandan er orðin mjúk og áferðarfalleg. Bætið því næst ávöxtunum út í blönduna og hrærið vel saman þar til allt er orðið grænt og fallegt áferðar. Best er að notast við í það minnsta eina gerð af frosnum ávöxtum til að kæla drykkinn og gefa honum svalandi yfirbragð.
*ATH: Ekki kasta hvíta berkinum af appelsínunni, því sem verður eftir þegar appelsínan er afhýdd, þar sem hvíta hýðið er afar næringarríkt líka. Drykkurinn er örlítið fjólublár að lit vegna trönuberjanna í drykknum.