Foreldrum er hollast að kaupa dökkt súkkulaði ef þeir vilja hindra að börnin borði allt gotteríið, ef marka má þessa fáránlega fyndnu auglýsingu frá súkkulaðiframleiðandanum Splendid Chocolates.
Það sem sjá má hér að neðan er í raun meira en húmorinn einn, heldur róttæk sönnun þess að allir foreldrar ættu að eiga dökkt súkkulaði uppi í skáp og gæða sér á því þegar löngun rís. Lítil börn verða nefnilega (flest, í það minnsta) miður sín þegar biturt bragðið ber við góminn. Að horfa á þau litlu í hægagangi er þó eiginlega fyndnast alls: