Umferðarmenningin hefur breyst mikið og tillitssemi í umferðinni hefur kannski sjaldan verið eins mikilvæg svo að allt gangi slysalaust fyrir sig. En það er allt of mikið af bjánum í umferðinni og því hafa vísindamenn um allan heim verið að þróa svokallaða flugbíla sem eiga að leysa af hólmi hina hefðbundnu, gamaldags bíla sem keyra bara á götunni, hafa fjögur dekk og fara hægt yfir.
Flugbíllinn er ekkert grín fyrir Dr. Heinrich H. Bülthoff sem hefur um árabil unnið að hönnun slíks tækis. Síðuna hans má sjá hér: http://www.mycopter.eu
“Þetta hefur verið draumur minn frá því að ég var barn og las vísindaskáldsögur” sagði Henrich í viðtali við CNN fréttastofuna.
Evrópusambandið hefur lýst áhuga á að taka þátt í þessu verkefni til þess að laga umferðina. Evrópusambandið hefur gert fögurra ára prógram þar sem áhersla er lögð á að kortleggja umferðaræðar í háloftunum og hvernig best væri að haga umferðarreglum í háloftunum innan borgarmarka.
Það er alveg ljóst að fljúgandi bílar munu einn daginn líta dagsins ljós. Hvort sem það verður á meðan við lifum eða ekki verður að koma í ljós en hugmyndin er engu að síður ótrúlega spennandi í hugum margra.