Nú fer hver að vera seinastur til að ákveða í hvaða gervi skal bregða sér í tilefni Hrekkjavökunnar sem nálgast óðfluga. Kvikmyndin Maleficent sló heldur betur í gegn í kvikmyndahúsum í sumar um allan heim. Nornin Maleficent er hörð í horn að taka en á sér þó sína mýkri hlið. Í þessu myndbandi getur þú lært að taka á þig ásýnd hennar, en það er miklu auðveldara en þú heldur.
