Halloween, eða Hrekkjavaka, er haldin 31. október ár hvert. Nú er undirbúningurinn þegar hafinn í Bandaríkjunum og fólk byrjað að skreyta garðana og húsin heima hjá sér, verslanir, skóla og heilu bæjarfélögin taka sig jafnvel saman og skreyta.
Að mörgu er að huga. Það þarf t.d. að velja búninginn, þema ársins og síðast en ekki síst þarf að kaupa skrautið og skera út í grasker. Sumir missa sig í að skreyta og skera út í grasker. Bandaríkjamenn eru nú ekki þekktir fyrir neina hógværð þegar kemur að því að skreyta og búa til búninga og er Halloween frábært tækifæri fyrir þá sem vilja vekja á sér athygli með bókstaflega hræðilegum árangri, sem er jú tilgangurinn. Hér að neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir af húsum, mönnum, dýrum og graskerum sem ættu að koma öllum í ekta hrekkjavökustuð.
Þeir sem vilja vita meira um Halloween geta farið hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Halloween
Hús og garðar
Búningar á fólk og dýr.
Grasker