KVENNABLAÐIÐ

Gleymdu iPhone því hér er NoPhone

Á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter eru nokkrir gaukar að safna 30.000 dollurum til að framleiða NoPhone. Hvað er svona merkilegt við NoPhone? Tengist hann Bluetooth? -Nei. Er hægt að fylla hann af apps? – Nei. Er hægt að senda tölvupóst úr NoPhone? – Alls ekki. það er ekki einu sinni hægt að hringja úr honum.

NoPhone-there-is-no-phone-like-it.1__880

En hvað? Er þetta ekki bara vita gagnslaus plasthlutur?

Nei, segja framleiðendurnir og vilja vekja athygli á símafíkn og segja að NoPhone geti hjálpað þeim sem eru gjörsamlega háðir símanum sínum. Stór hluti af símafíkn felst í því að vera stöðugt að handfjatla símann og vitja hans í vösum og því geti NoPhone slegið á aðskilnaðarkvíðann sem grípur símafíkla í fráhvörfum.

Með áföstum Selfie spegli
Með áföstum Selfie spegli

NoPhone kemur með viðbót fyrir þá sem það vilja en það er álímdur spegill á annarri hlið NoPhone þar sem þú getur horft á Selfie þegar þú vilt.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!