Hér er frábær leið til þess að læra að margfalda á einfaldan og skemmtilegan hátt ef maður gleymdi símanum heima. Svo er þetta líka frábær leið til þess að sýna sig í næsta partíi, draga fram blað og penna, láta gestina nefna tölur og margfalda þær svo með því að teikna strik á blað. Sjón er sögu ríkari.
