KVENNABLAÐIÐ

Listamaðurinn Odee svarar því til hvaða kvikmyndir honum finnast áhugaverðar

Listamaðurinn Odee er mikill áhugamaður um kvikmyndir, aðspurður hverjar séu áhugaverðastar?

Það tekur langan tíma að koma sér upp almennilegum topp 5 lista, enda hef ég sett minn saman á nokkrum árum og endurskoða reglulega.

Númer eitt á listanum hjá mér er There Will Be Blood. Daniel Day Lewis er bara svo ótrúlega svalur sem Daniel Plainview. Scarface olíuiðnaðarins.

 

Númer tvö á lista er Memento, mynd sem er svo vel klippt og skilur mikið eftir sig. Rakin er saga manns sem þjáist af minnisleysi, og því er myndin spiluð í öfugri tímaröð til þess að líkja eftir áhrifum minnisleysisins. Spennandi og fyndin.

 

Þriðja myndin er American Psycho, sem kom Bale á kortið. Kolsvört gamanmynd, með twist í endann.

 

 

Númer fjögur er Apocalypto. Hrikalega spennandi frá upphafi til enda og manni þykir vænt um sögupersónurnar sem eru illa leiknar í myndinni. Átakanleg mynd sem sýnir frá lífi Suður-amerískra indjána.

 

 

Fimmta myndin á listanum er bíómyndin Moon. Hún kom mér svo skemmtilega á óvart á sínum tíma að ég hef alltaf litið á hana sem topp 5 mynd. Ráðgáta og vísindaskáldskapur í hæsta gæðaflokki.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!