Listamaðurinn Odee er mikill áhugamaður um kvikmyndir, aðspurður hverjar séu áhugaverðastar?
Það tekur langan tíma að koma sér upp almennilegum topp 5 lista, enda hef ég sett minn saman á nokkrum árum og endurskoða reglulega.
Númer eitt á listanum hjá mér er There Will Be Blood. Daniel Day Lewis er bara svo ótrúlega svalur sem Daniel Plainview. Scarface olíuiðnaðarins.
Númer tvö á lista er Memento, mynd sem er svo vel klippt og skilur mikið eftir sig. Rakin er saga manns sem þjáist af minnisleysi, og því er myndin spiluð í öfugri tímaröð til þess að líkja eftir áhrifum minnisleysisins. Spennandi og fyndin.
Þriðja myndin er American Psycho, sem kom Bale á kortið. Kolsvört gamanmynd, með twist í endann.
Númer fjögur er Apocalypto. Hrikalega spennandi frá upphafi til enda og manni þykir vænt um sögupersónurnar sem eru illa leiknar í myndinni. Átakanleg mynd sem sýnir frá lífi Suður-amerískra indjána.
Fimmta myndin á listanum er bíómyndin Moon. Hún kom mér svo skemmtilega á óvart á sínum tíma að ég hef alltaf litið á hana sem topp 5 mynd. Ráðgáta og vísindaskáldskapur í hæsta gæðaflokki.