Jólin eru rétt handan við hornið og samkvæmt nýjustu veðurspám frá Veðurstofu Íslands verður býsna kalt á jóladag. Þá er fátt betra en að kúldrast uppi í sófa með góða bók og ylja sér með heitum jóladrykk.
Misjafn er smekkur manna, og oftar en ekki er fólk gjarnt til að halla sér að hefðum þegar kemur að jólahaldi. Hér höfum við fundið þrjá áfenga drykki sem munu sannarlega hjálpa til í kuldanum. Þeir eru kannski ekki allir hefðbundnir, en þeir eru allir mjög ljúffengir!
Irish Coffee með kanil
Að bæta við dass af kanil í drykki getur komið þeim í jólabúninginn. Hinn klassíski Irish coffee er engin undantekning. Hér er æðisleg uppskrift:
Rjómi:
1 1/2 dl rjómi
1 1/s tsk sykur
1/2 – 1 tsk kanill (eftir smekk)
Irish Coffee:
3 1/2 dl nýlagað kaffi
1 msk púðursykur
1 einfaldur viskí (3 matskeiðar) – eða eftir smekk
Leiðbeiningar:
Drykkurinn er mjög einfaldur í framkvæmd. Rjóminn er þeyttur með sykrinum og kanlilnum, og öllum hráefnum drykkjarins blandað saman. Rjóminn er svo settur ofan á eins og á myndinni. Gott er svo að sáldra smá kanil ofan á rjómann.
Alvöru jólaglögg
Jólaglögg verður vinsælli með hverju árinu sem líður. Ylurinn frá þessum yndislega Bæjaradrykk hjálpar manni heldur betur að takast á við kaldan vetur og endist manni alveg örugglega meiripart jólanna. Hér er ein góð uppskrift fyrir 8:
Hráefni:
1 flaska rauðvín
1 dl vatn
1 dl sykur
1/2 dl brandí
2 kanilstangir
4 stjörnuanís
1/2 tsk negull – heill
5 kramdir kardimommubelgir
1/2 vanillustöng
1/4 tsk múskat
1 dl trönuberjasafi
Leiðbeiningar:
Settu vatnið og sykurinn í pott og kveiktu undir. Hrærðu til að leysa upp sykurinn og bættu trönuberjasafanum við.
Bættu við öllum hinum hráefnunum og hitaðu þangað til glöggin byrjar að krauma. Þá skaltu lækka hitann og láta sitja í pottinum í um það bil 30 mínútur.
Heitt jóla-súkkulaði með sykurpúðum og Kahlúa
Ókei, hér er wild card fyrir allra hörðustu sælkerana. Ef þú hefur ekki fengið nóg af sykri og sætindum um jólin þá ætti þessi að sjá um knockout-ið.
Hráefni:
2 1/2 dl mjólk
35gr Síríus Konsum súkkulaði
1/4 tsk kanill
1/2 dl Kahlúa
Nokkrir litlir sykurpúðar til skreytingar
Karmellu- og súkkulaðisýróp eftir smekk til skreytingar
Leiðbeiningar:
Hitaðu mjólkina að suðu, bættu súkkulaðinu í bitum út í og hrærðu.
Taktu af hitanum og leyfðu súkkulaðinu að blandast mjólkinni.
Bættu Kahlúa og kanil út í og hrærðu. Berðu fram með sykurpúðum og sýrópi eftir smekk!