KVENNABLAÐIÐ

Eina leiðin í þennan snjókarl er inn um píkuna

Gestum og gangandi, sérstaklega foreldrum, brá heldur betur í brún á dögunum í Chicago þegar þeir hugðust heimsækja höfnina „Navy Pier“. Þar hafði risastór uppblásinn snjókarl verið settur upp handa börnunum til þess að skemmta þeim meðan pabbi og mamma gátu verslað. Það er svosem ekkert óeðlilegt við þetta nema hvað að inngangurinn inn í snjókarlinn er á heldur óheppilegum stað og engu líkara en að snjókarlinn sé með píku.

Kvörtunum hefur ringt inn og það stendur til að fjarlægja snjókarlinn eða í það minnsta að færa innganginn. Ein móðirin sem sendi inn kvörtun kvartaði líka yfir því að inngangurinn væri ákaflega þröngur og erfitt væri fyrir börnin að fara inn í snjókarlinn.

Hér sést snjókarlinn í öllu sínu veldi.
Hér sést eitt barnanna gægjast inn.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!