KVENNABLAÐIÐ

9 algeng atriði við útlit kvenna sem pirra karlmenn

Ef þú ferð með vinkonum út á lífið þá heyrir þú þær hvíslast á um manninn sem greiðir augljóslega yfir skallann, og bringuhárin sem standa upp úr skyrtunni, þennan sem er með alltof mikið í vörinni og þennan sem tyggur tyggjóið svo áfergjulega að hætta er á að hann fari úr kjálkalið.
En hefur þú spáð í það hvað það er sem strákar tala um sín á milli um það sem þeir pirrast yfir í útliti kvenna?
Hér eru 10 atriði sem karlmönnum mislíkar hjá konum:

perfumecloud_thumb

1. Of mikið ilmvatn
Ilmvatn á að láta menn vilja koma nær þér til að finna ilminn og þeir vilja halda að ilmurinn sé aðeins fyrir þá. Þótt þú finnir ekki lyktina af sjálfri þér þá þýðir það ekki að aðrir finni hana ekki.

5-Fashion-Trends-Men-Hate-the-Most-5

2. Of mikið meik
Meik eða litað dagkrem á að jafna út þinn eigin húðlit og láta þig líta betur út. Fáðu ráðleggingar fagfólks með lit og hversu mikið skal nota.

3. Glitrandi augnskuggi
Þetta er ok ef þú ert unglingur en eftir það er kominn tími til að nota mattan augnskugga.

4. Maskaraklessur
Karlmönnum þykja löng augnhár kynæsandi en löng augnhár með klessum er allt annað mál. Sama gegnir um að vera svört í kringum augun. Það heillar ekki karlmenn.

mascara

5. Illa rökuð
Þótt margar konur vilji meina að konur eigi bara að láta líkamshár sín vaxa og vera náttúrulegar þá finnst karlmönnum ekki aðlaðandi að sjá hár undir höndum og loðna leggi. Svo ekki sé minnst á andlitshár á kvenfólki. Það er no no.

6. Þurr húð
Notaðu rakakrem á andlit og líkama alla daga. Þurrir hælar og olnbogar eru ekki aðlaðandi. Og þetta er ekki fyrir hann, þetta er fyrir þig, vinkona.

7. Léleg umhirða tanna
Andfýla og gular tennur kalla ekki beint á að hann langi að kyssa þig. Hvað þá ef þú ert með matarleifar síðustu máltíðar á milli tannanna. Burstaðu reglulega, notaðu tannþráð, tannstöngul eftir að þú borðar og ef þú reykir eða drekkur mikið kaffi vertu þá með mintu eða tyggjó til að grípa í.

lip-scrub

8. Skorpnar varir
Hugsaðu hvað þér finnst óaðlaðandi að sjá karlmann með mat fastan í skegginu á sér. Mönnum finnst jafn óaðlaðandi að sjá konur með skorpnar varir og sérstaklega ef þær setja varalit á þær og varirnar verða hrjúfar og eins og það sé fullt af matarleifum á vörunum. Og ekki nota dökkan varalitablýant í kringum varirnar. Notaðu glært gloss eða varasalva.

9. Ósnertanlegt hár
Karlmenn fíla náttúrulegt hár. Að vera með uppgreiðslur er glæsilegt en ekki vera með það svo stífspreyjað að það líti út eins og kolla frá miðöldum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!