Tanya Burr er einn af frægari lífstíls, tísku og bjúti bloggurum Bretlands um þessar mundir með yfir 6 milljónir í áhorf á mánuði. Youtube myndbönd hennar njóta gríðarlegra vinsælda en þar deilir hún skemmtilegum myndböndum tengdum perónulega lífi sínu, förðunar sýnikennslumyndböndum og stíl ráðum.
Hún var að setja á markað vandaða línu af gerfiaugnhárum sem eru að fá frábærar viðtökur. Það var því mikil gleði er komu augnháranna var fagnað meðal förðunarfræðinga á íslenskum markaði í verslunni Kjólar&Konfekt á laugaveginum.
Það voru förðunarfræðingarnir Erna Hrund Hermannsdóttir og Ásdís Gunnarsdóttir, ásamt Maríu Jónu Samúelsdóttur vörumerkjastjóra Tanya Burr á Íslandi sem fræddu gestina um augnhárin við mikla hrifningu viðstaddra.
Augnhárin frá Tanya Burr eiga uppruna sinn að rekja til Indónesíu. Þetta er merki um mikil gæði þar sem augnhár sem koma frá Indónesíu þykja þau bestu í heiminum og handbragðið er til fyrirmyndar. Augnhárin eru 100% human hair en þau eru að sjálfsögðu cruelty free.
Verksmiðjur sem framleiða augnhár fá afgangshár úr hárkollugerðum sem framleiða hárkollur úr hári sem hefur verið gefið til að styðja við góð málefni.
Augnhár sem eru 100% human hair endast mun betur og eru auðveldara að vinna með. Augnhárin frá Tanya Burr eru einstaklega létt og þægileg í notkun, þau þyngja ekki augnlokin og henta konum á öllum aldri sem vilja ramma augun fallega inn.